Loka Þingvallavegi vegna framkvæmda

Kort/Vegagerðin

Nú eru að hefjast seinni hluti framkvæmda við endurbætur á Þingvallavegi, frá Þjónustumiðstöðinni og að vegamótum við Vallaveg. Að sögn Vegagerðarinnar verður verður Þingvallavegi (36) lokað fyrir allri umferð frá og með miðvikudeginum 24. apríl.

Búast má við að vegurinn verði lokaður fram á haust. Bent er á að veginum verður lokað austan við Þjónustumiðstöðina þ.a. aðgengi að henni verður óbreytt.

Áður en framkvæmdir hefjast verður Vallavegur lagfærður eins og hægt er, en bent er á að vegurinn er mjór og hentar illa fyrir stærstu bíla. Vegagerðin óskar eftir því að ferðaþjónstufyrirtæki noti minni bíla, eins og kostur er, á meðan framkvæmdir standa yfir, að því er Vegagerðin greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert