Ósáttur við kerfið

Sigurður Sigmannsson er afar ósáttur við að fá ekki endurgreiddan …
Sigurður Sigmannsson er afar ósáttur við að fá ekki endurgreiddan reikning sinn en hann endaði á að fara á Klíníkina í hnéaðgerð eftir að læknar í Svíþjóð treystu honum ekki í ferðalagið. mbl.is/Ásdís

Í tvö ár var hinn 71 árs Sig­urður Sig­manns­son með stig­versn­andi verki í hné. Und­ir það síðasta gat hann varla stigið í fót­inn og gekk sár­kval­inn við hækj­ur. Hann er einn af mörg­um Íslend­ing­um sem lend­ir á löng­um biðlist­um; fyrst eft­ir viðtali við lækni og svo eft­ir aðgerð. Á meðan var líf hans í biðstöðu, lífs­gæðin minnkuðu, hann þurfti að hætta að vinna og hinn stöðugi verk­ur minnti sí­fellt á sig. Sig­urður gafst að lok­um upp á biðinni og borgaði sjálf­ur aðgerð á Klíník­inni; aðgerð sem hann vill fá end­ur­greidda. Hann tek­ur fram að þetta snú­ist frem­ur um rétt­læti en pen­inga­upp­hæðina.

Bein í bein

Saga hans er lík­lega svipuð sög­um margra annarra. Árið 2016 fór Sig­urður að finna til í hægra hné og fór hann í aðgerð í Orku­hús­inu í októ­ber 2017 en þá var gerð til­raun til að bjarga hnénu.

„Það mistókst og var þá talað um að þyrfti að skipta um helm­ing af hnénu. Svo beið ég og beið því ég fékk ekki tíma hjá lækni fyrr en í sept­em­ber 2018. Og það var bara tími í viðtal á Land­spít­al­an­um,“ seg­ir Sig­urður sem beið því í tæpt ár eft­ir þessu viðtali.

Á meðan versnaði hnéð og líðanin til muna. „Í viðtal­inu hjá lækni á Land­spít­al­an­um var mér sagt að það þýddi ekk­ert að setja hálft hné held­ur þyrfti að setja upp heilt því þetta var orðið svo slæmt. Þetta hafði verið bein í bein í neðri hluta hnés­ins en á þessu ári sem ég beið var þetta orðið bein í bein á efri hlut­an­um líka. Það var allt brjósk horfið þegar ég loks fékk viðtalið og mynda­tök­una,“ seg­ir Sig­urður sem seg­ist hafa upp­lifað mikla verki og mjög skert lífs­gæði.

„Mitt áhuga­mál er golf en ég hef ekki getað spilað golf í tvö ár. Ég var kom­inn á tvær hækj­ur. Þarna var mér sagt að ég þyrfti að bíða í hálft ár í viðbót eft­ir aðgerð. En af því að lög­in eru þannig að ef fólk þarf að bíða í meira en þrjá mánuði þá má sækja um að fara er­lend­is, ákvað ég að gera það.“

Langa biðin og blóðtappi

„Þetta var langt ferli; frá því að ég sótti um og þar til að ég átti að fara út. Í ág­úst fékk ég blóðtappa í hnés­bót­ina út af þess­ari bið. Hnéð hafði bólgnað svo mikið og ég var með mik­inn bjúg. Ég var sett­ur á blóðþynn­ingu vegna blóðtapp­ans. Áður þurfti ég að fara hálfs­mánaðarlega að láta tappa vökva af hnénu en eft­ir að ég var sett­ur á blóðþynn­ingu var það ekki hægt. Mér var að vísu ekki sagt það, fór til lækn­is sem tappaði af og þá fór að blæða inn á liðinn. Ekki var það til að bæta hlut­ina.“

Sigurður fékk blóðtappa í hné á meðan hann beið eftir …
Sig­urður fékk blóðtappa í hné á meðan hann beið eft­ir aðgerð. mbl.is/Á​sdís

Ekki treyst í heim­ferð

„Ég fékk svo leyfi til að fara út og pantaði flug­miða sjálf­ur, beiðni var kom­in frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands og mér var út­vegað hót­el rétt hjá spít­al­an­um í Stokk­hólmi. Beiðnin var kom­in út og ég átti bara eft­ir að ná í dag­pen­inga fyr­ir mig og konu mína, en hún átti að koma með sem aðstoðarmaður. Fjór­um dög­um fyr­ir fyr­ir­hugaða aðgerð fékk ég tölvu­póst frá sjúkra­hús­inu úti þar sem þeir segj­ast ekki treysta mér til að fara í aðgerð vegna þess að ég væri á blóðþynn­ingu, með of háan blóðþrýst­ing og fleira var ekki í lagi sem virt­ist vera bein af­leiðing mik­ill­ar biðar. Þeir vildu ekki taka ábyrgð á aðgerðinni,“ seg­ir Sig­urður sem var að von­um svekkt­ur.

Spít­al­inn í Stokk­hólmi bauð hon­um að koma í mars, fjór­um mánuðum síðar. Í huga Sig­urðar var óhugs­andi að bíða degi leng­ur.

Finnst þetta órétt­látt

 „Þá sendi ég tölvu­póst upp á Land­spít­ala og ég fékk aldrei svar. Ég hringdi og fékk held­ur ekki svar,“ seg­ir hann og seg­ist hafa hrein­lega gef­ist upp. Hann ákvað þá að leggja út fyr­ir þessu sjálf­ur og þiggja aðgerð hjá Klíník­inni.

„Ég hafði þá sam­band aft­ur inn í Klíník­ina til að fá ráð hvað ég gæti gert því þetta var orðið það slæmt að ég gat ekki beðið leng­ur. Hjálm­ar bauðst til þess að gera þetta sjálf­ur og við hjón­in tók­um ákvörðun að það væri best,“ seg­ir Sig­urður sem fékk að kom­ast strax að í aðgerð og fór í hana þann 10. des­em­ber 2019.

Sparaði rík­inu mikið fé

Sig­urður sendi bréf til SÍ þann 13. des­em­ber, þrem­ur dög­um eft­ir aðgerð, og skrif­ar: „Nú hef ég loks­ins farið í þessa blessuðu hnéaðgerð eft­ir langa og erfiða bið. Aðgerðin gekk vel og lít­ur þetta vel út að sögn lækna. Þessi bið hef­ur kostað mig mikl­ar kval­ir og tekið frá mér mik­il lífs­gæði í nær tvö ár; vinn­una, áhuga­mál­in og ým­is­legt annað. En nú þar sem þetta er búið, von­andi, hef ég aðeins eina bón til þín, eða þar sem þú seg­ir í bréfi þínu: „Ef það er eitt­hvað frek­ar sem við get­um aðstoðað þig með þá hef­ur þú sam­band“. Þar sem ég hef nú sparað rík­inu tölu­vert marga 100 þúsund kalla og þar sem ég hafði rétt á og hafði alla papp­íra í hönd­un­um til að fara til Stokk­hólms í aðgerð, finnst mér ekk­ert at­huga­vert við og tel reynd­ar sjálfsagt (sjálf­sögð mann­rétt­indi) að ég fái end­ur­greidd­an reikn­ing­inn frá Klíník­inni upp á kr. 1.200.000, sem er lík­lega helm­ingi lægri eða rúm­lega það, en sá reikn­ing­ur sem hefði orðið til við Svíþjóðarferð og jafn­vel lægri en reikn­ing­ur­inn hefði orðið á Land­spít­al­an­um. Ég er nú hætt­ur að vinna (sem ég ætlaði alls ekki að gera strax, en varð), orðinn elli­líf­eyr­isþegi og hef greitt mína skatta og skyld­ur frá ca. 14-15 ára aldri sam­visku­sam­lega, þá finnst mér það ansi hart að þurfa að borga fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu sem er svo til lífs­nauðsyn­leg.“

Viðtalið í heild er í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert