„Ber vitni um málefnafátækt“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir hagsmunaskrá sína í fullu samræmi …
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir hagsmunaskrá sína í fullu samræmi við reglur Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hafn­ar því al­farið að hags­mun­ir fjöl­skyldu hans ráði nokkru um stuðning hans við þriðja orkupakk­ann. Frétta­vef­ur­inn Eyj­an vakti í dag at­hygli á að Ágústa John­son, eig­in­kona Guðlaugs Þórs, sé skráður for­ráðamaður fyr­ir­tæk­is­ins Stein­káp­ur ehf. sem sé þing­lýst­ur eig­andi jarðar þar sem Bú­lands­virkj­un á að rísa.

Seg­ir í frétt Eyj­unn­ar að að Guðlaug­ur Þór hafi látið þess ógetið í hags­muna­skrá á vef Alþing­is.

Guðlaug­ur Þór svar­ar þess­um full­yrðing­um á Face­book-síðu sinni í kvöld og seg­ir þær „bera vitni um mál­efna­fá­tækt þeirra sem hafa ákveðið að berj­ast gegn þriðja orkupakk­an­um með öðru en rök­um“.

Tel­ur ráðherra í færslu sinni upp fimm atriði og seg­ir hags­muna­skrá sína í fullu sam­ræmi  við regl­ur Alþing­is.

Jörðin sé skóg­rækt­ar­jörð sem tengda­for­eldr­ar hans hafi ræktað upp frá 1982 og fé­lag í eigu Ágústu síðan keypt árið 2015 eft­ir að hún hafði verið í sölu í nokk­ur ár.

„Allt tal um að mín fjöl­skylda hagn­ist á Bú­lands­virkj­un, hvað þá um millj­arða króna, er fjar­stæðukennt. Bú­lands­virkj­un er ekki í ork­u­nýt­ing­ar­flokki nú­gild­andi ramm­a­áætl­un­ar. Hvorki ég né fjöl­skylda mín eig­um nokkra aðild að áform­um um þá virkj­un. Ef svo ólík­lega færi að hún yrði að veru­leika yrðu áhrif­in á Tungufljót og um­hverfi þess afar nei­kvæð. Von­andi eru all­ar hug­mynd­ir um þessa virkj­un út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjöl­skyld­an öll sam­mála,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór í færslu sinni.

Þá hafi samþykkt eða höfn­un þriðja orkupakk­ans eng­in áhrif á hags­muni land­eig­enda á hugs­an­leg­um virkj­ana­svæðum, enda fjalli þriðji orkupakk­inn hvorki um eign­ar­hald né nýt­ingu á auðlind­um. „Staðreynd­in er enn frem­ur sú að með inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans eins og lagt er til eru sett­ar enn frek­ari skorður við lagn­ingu raf­magnssæ­strengs en nú eru við lýði,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert