Tímabært að verja hagsmuni Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Þorgeir

„Mér finnst blasa við núna, þegar málið hef­ur verið lagt fram og fyrstu umræðu um það á Alþingi lokið, að það hafa ekki komið fram nein rök fyr­ir því hvers vegna við eig­um að inn­leiða þriðja orkupakk­ann. Hins veg­ar koma sí­fellt meiri upp­lýs­ing­ar um hætt­urn­ar sem í því fel­ast. Það seg­ir sína sögu þegar ráðherr­ar í nú­ver­andi rík­is­stjórn af­saka það sem þeir eru að gera í þeim efn­um með því að það sé ein­hvern veg­inn af­leiðing af fortíðinni.“

Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, í sam­tali við mbl.is um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins sem rík­is­stjórn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins hyggst inn­leiða vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um. Til stend­ur að Alþingi samþykki inn­leiðingu lög­gjaf­ar­inn­ar með því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara en vegna gagn­rýni á málið hyggst stjórn­in fresta tíma­bundið gildis­töku ákvæða sem tal­in eru fara í bága við stjórn­ar­skrána.

Þannig hafi ráðherr­ar í rík­is­stjórn­inni sagt það rétt­læt­ingu á eig­in gerðum nú að þriðji orkupakk­inn hafi ekki verið stöðvaður í tíð rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins 2013-2016 und­ir for­sæti Sig­mund­ar. Sig­mund­ur seg­ir hins veg­ar ljóst að þriðja orkupakk­an­um hafi ekki verið hleypt í gegn í tíð hans rík­is­stjórn­ar. Pakk­inn hafi ekki verið tek­inn upp í EES-samn­ing­inn í gegn­um sam­eig­in­legu EES-nefnd­ina fyrr en í maí 2017 í tíð rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar.

Samn­ingi sagt upp fyr­ir að fara eft­ir hon­um?

Sig­mund­ur seg­ir að full­yrðing­ar um að EES-samn­ing­ur­inn yrði í hættu ef Alþingi nýt­ir þann rétt sem Ísland hafi sam­kvæmt samn­ingn­um og hafni því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af þriðja orkupakk­an­um, sem þýddi að málið færi aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar þar sem hægt yrði að óska eft­ir form­legri und­anþágu frá hon­um, fela í sér stór­hættu­lega nálg­un. „Með því erum við að senda þau skila­boð að við samþykkj­um allt sem á okk­ur er lagt í stað þess að nýta þann samn­ings­bundna rétt sem við höf­um.“

Rík­is­stjórn­in vilji hins veg­ar rök­styðja inn­leiðing­una með því einu ann­ars veg­ar að þar sem Ísland hafi samþykkt fyrsta og ann­an orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins verði að samþykkja þann þriðja líka og hins veg­ar með því að halda því fram að EES-samn­ing­ur­inn kunni að vera í hættu ef Íslend­ing­ar nýti heim­ild sem þeir hafi sam­kvæmt samn­ingn­um. Með öðrum orðum fyr­ir þá sök að fara eft­ir hon­um. „Þessi mál­flutn­ing­ur verður svo auðvitað end­ur­nýtt­ur þegar Evr­ópu­sam­bandið send­ir okk­ur orkupakka fjög­ur og fimm.“

mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son

Sig­mund­ur bend­ir á að það vanti ekki að ráðherr­ar í rík­is­stjórn­inni og stjórn­arþing­menn hafi op­in­ber­lega lýst áhyggj­um af stöðugum kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins um meira framsal valds í gegn­um EES-samn­ing­inn væri að grafa und­an samn­ingn­um. Hins veg­ar væri síðan aðeins haldið áfram á sömu braut og látið und­an sí­fellt fleiri kröf­um sam­bands­ins. „Talað er um að í þessi 25 ár frá gildis­töku EES-samn­ings­ins höf­um við ekki nýtt okk­ur þann rétt að hafna upp­töku lög­gjaf­ar. Þess held­ur er það þá tíma­bært.“

„Þannig að í stað þess að nýta þann rétt sem við þó höf­um sam­kvæmt EES-samn­ingn­um til þess að verja hags­muni Íslands, að ætla bara að lifa í ótta og gefa stöðugt eft­ir í þeim efn­um vegna ein­hverr­ar ímyndaðrar ógn­ar um að okk­ur verði refsað fyr­ir að fara eft­ir samn­ingn­um. Það er ekki góður brag­ur á því fyr­ir full­valda ríki að nálg­ast mál­in með þess­um hætti,“ seg­ir Sig­mund­ur. Það væri ansi sér­stakt ef Evr­ópu­sam­bandið myndi segja upp samn­ingi við Ísland af þeirri ástæðu að Íslend­ing­ar hefðu farið eft­ir hon­um.

Beiti sér gegn framsali á valdi til ESB

Spurður um nýja skoðana­könn­un MMR, þar sem Miðflokk­ur­inn jók fylgi sitt á sama tíma og stjórn­ar­flokk­arn­ir, einkum Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, töpuðu fylgi seg­ir Sig­mund­ur auðvitað alltaf gam­an að sjá auk­inn stuðning við flokk­inn. Hins veg­ar hafi hann aldrei talið rétt að láta stjórn­ast af fylg­is­könn­un­um. „Það er alltof mikið um það í dag að stjórn­mála­flokk­ar séu dag frá degi að reyna að elta skoðanakann­an­ir. Mér finnst að leiðarljósið í stjórn­mál­um eigi þvert á móti að hafa ákveðna sýn og stefnu­festu.“

„Vit­an­lega get­ur þurft að laga sig að því ef í ljós kem­ur að hægt sé að gera hlut­ina bet­ur en samt að hafa það mikla trú á því sem maður er að gera að láta ekki dæg­ur­sveifl­urn­ar trufla sig. Ef auðvitað er alltaf ánægju­legt að sjá fylgið þró­ast í rétt­ar átt­ir,“ seg­ir Sig­mund­ur. Sig­mund­ur seg­ist gjarn­an vilja sjá stjórn­ar­flokk­ana fylgja þeirri stefnu sinni að beita sér gegn framsali á valdi frá Íslandi til Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta mál sé einu sinni yfir flokkapóli­tík hafið enda snú­ist það um al­gera grund­vall­ar­hags­muni þjóðar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert