Sigurður Ingi sló í gegn

Sigurður Ingi Jóhannsson í göngunum í dag. Hann sá um …
Sigurður Ingi Jóhannsson í göngunum í dag. Hann sá um að sprengja síðasta haftið á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Skjáskot

„Eftirvænting og gleði lá í loftinu þegar langþráðum áfanga var náð í samgöngubótum með því að slá í gegn í Dýrafjarðargöngum,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, en í dag var síðasta haftið á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar sprengt.

„Verkið gengur vel og þegar einum áfanga er náð þá eykst þrýstingur á að aðrar samgöngubætur haldi áfram. Vegur um Dynjandisheiði er á áætlun og vegur um Gufudalssveit þolir ekki lengri bið,“ segir Sigurður Ingi ennfremur.

Mikil vinna er eftir í göngunum sjálfum. Eftir að slegið verður í gegn þarf að ljúka styrkingum og klæða þar sem vatn sækir að. Leggja þarf rafmagn í göngin og lagnir í gólf. Þá þarf að leggja burðarlag og malbik. Byrjað er á lagnavinnu í gólfinu Arnarfjarðarmegin.

Áætlað er að göngin verði opnuð til umferðar 1. september á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert