Messað við sólarupprás

Kristján Valur Ingólfsson við Þingvallarkirkju við sólarupprás laust fyrir klukkan …
Kristján Valur Ingólfsson við Þingvallarkirkju við sólarupprás laust fyrir klukkan 6 í morgun. mbl.is/Sigurður Bogi

„Krist­ur er sann­ar­lega uppris­inn,“ sagði séra Kristján Val­ur Ing­ólfs­son, prest­ur við guðsþjón­ustu í Þing­valla­kirkju nú í morg­un, páska­dag. Eins og hefð er fyr­ir var upprisu­messa sung­in á Þing­völl­um á þess­um degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sól­ar­upp­rás.

Uppris­an undrið mesta

At­höfn­in hófst á því að söfnuður­inn fylgdi séra Kristjáni Val í þjóðargra­freit­inn sem er skammt frá kirkj­unni. Þar var litið til aust­urs og mátti þá sjá djarfa fyr­ir sól­inni inn í blýgráu skýjaþykkni á himn­in­um. Svo var gengið aft­ur til kirkju, þar sem prest­ur­inn leiddi hátíðarmessu með pré­dik­un og alt­ar­is­göngu. Hver bekk­ur var skipaður og voru kirkju­gest­ir um 50 tals­ins.

„Pásk­arn­ir eru und­ur. Lífið sjálft er óskilj­an­legt und­ur. Uppris­an undrið mesta,“ sagði sr. Kristján í pre­dik­un sinni. „Inn­tak hans er að það var sjálf­ur höf­und­ur lífs­ins sem kom til jarðar­inn­ar og gerðist maður eins og þú, fædd­ur af Maríu og lagður í jötu, lítið ósjálf­bjarga barn, til þess að taka á sig alla mann­lega neyð, all­ar mis­gjörðir þeirra og synd­ir og síðast dauðann sjálf­an sem er af­leiðing synd­ar­inn­ar, og sigra það allt.“

Í 20. og síðasta sinn

Séra Kristján Val­ur hef­ur ann­ast upprisu­mess­ur  á Þing­völl­um á hverj­um páska­dags­morgni síðan árið 2000. Hann mun einnig messa í kirkj­unni kl. 14 í dag. At­höfn­in nú í morg­uns­árið var því sú 20. sem hann ann­ast og jafn­framt sú síðasta, en hann eft­ir­læt­ur nú öðrum keflið og helgi­hald þetta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert