Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

Mikill eldur var í íbúðinni að Dalshrauni. Íbúðarhúsnæðið er aftan …
Mikill eldur var í íbúðinni að Dalshrauni. Íbúðarhúsnæðið er aftan við verslun Húsasmiðjunnar en þar lak inn vatn vegna aðgerða slökkviliðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum.

Eldurinn kom upp í bílageymslu hússins að morgni sunnudags. 33 íbúðir fyrir öryrkja eru í húsinu og sérútbúnir bílar hreyfihamlaðra íbúa urðu fyrir tjóni, að því er fram kemur í umfjöllun um eldsvoðann í Morgunblaðinuí dag.

Þessir íbúar eru nú margir án fararskjóta. Það hamlar þeim mjög, samkvæmt formanni Sjálfsbjargar, landssamtaka hreyfihamlaðra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert