Rykmökkur frá Sahara á leið til landsins

Spár sýna að rykmökkur ferðist yfir landið á miðvikudagskvöldið.
Spár sýna að rykmökkur ferðist yfir landið á miðvikudagskvöldið. mbl.is/Trausti Jónsson

„Nú hef­ur mik­ill ryk­mökk­ur tekið sig upp úr Sa­hara-eyðimörk­inni og leggst yfir Miðjarðar­hafið“, seg­ir Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur í pistli á bloggsíðu sinni Hung­ur­disk­um og held­ur áfram:

„Meg­in­hluti makk­ar­ins á að ber­ast til aust­urs, en sé að marka spár á hluti hans að slitna frá og ber­ast norður um Bret­lands­eyj­ar og e.t.v. mun lít­il­ræði kom­ast alla leið til Íslands“. Trausti spá­ir jafn­framt í veður sum­ar­dags­ins fyrsta. Hann seg­ir að mögu­lega muni hita­met verða slegið í höfuðborg­inni.

„Rifja má upp að hæsti há­marks­hiti í Reykja­vík á fyrsta sum­ar­dag er 13,5 stig, sem mæld­ist 1998. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er raun­hæf­ur mögu­leiki á að það met verði slegið.“

Hæsti hiti sem mælst hef­ur á land­inu á sum­ar­dag­inn fyrsta er þó 19,8 stig og litl­ar lík­ur eru á að það met verði slegið í ár, að sögn Trausta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert