Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

„Við hvetjum öll fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við …
„Við hvetjum öll fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við þetta nýjasta afsprengi vinnumarkaðarins,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um nýstofnaða starfsmannaleigu. Efling fullyrðir að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar umdeildu, Manna í vinnu. mbl.is/Hari

Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Seigla var stofnuð 30. janúar og skráð hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra um miðjan mars.

„Við hvetjum öll fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við þetta nýjasta afsprengi vinnumarkaðarins,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað.“

Mál rúm­enskra verka­manna hjá Mönn­um í vinnu, sem grun­ur leik­ur á að séu í nauðung­ar­vinnu, rataði í fjöl­miðla í febrúar. Fjöldi fólks hef­ur for­dæmt meðferðina á starfs­mönn­un­um, svo sem for­svars­menn verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og fé­lags­málaráðherra, en at­hygli hef­ur vakið að gagn­vart eft­ir­litsaðilum virðist allt vera eft­ir bók­inni hjá fyr­ir­tæk­inu, sem kveðst hafa hrein­an skjöld.

Einn maður er skráður fyrir öllu hlutafé í Seiglu og í frétt Vísis um málið segir að það sé sonur Höllu Rutar Bjarnadóttur, eins forsvarsmanna Manna í vinnu, en hún vildi ekki tjá sig um tengslin. 

Vinnumálastofnun lagði í síðustu viku 2,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu vegna stórfenglegs misræmis milli skráningar starfsmanna hjá Vinnumálastofnun annars vegar og starfsmanna sem greiddu skatt hins vegar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert