Breikkun bíður enn um sinn

Reykjanesbrautin. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur fram hjá Áslandshverfinu …
Reykjanesbrautin. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur fram hjá Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Tvöföldun þessa vegarkafla verður flókið verk og vandasamt að mati Vegagerðarinnar. Vegfarendur þurfa að sýna mikla tillitssemi. Ljósmynd/Verkfræðistofan Efla.

Á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist við langþráða breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar.

Hafnfirðingar hafa þrýst mjög á úrbætur í samgöngumálum í bænum undanfarin ár. Umferð í gegnum bæinn hefur stóraukist, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna sem aka þar um á leið frá og til Keflavíkurflugvallar. Þar sem Reykjanesbrautin er þjóðvegur ber ríkinu að fjármagna framkvæmdina.

Tilboð í fyrrgreint verk voru opnuð fyrir rúmum mánuði og var sameiginlegt tilboð Ellerts Skúlasonar ehf., Borgarvirkis ehf. og GT verktaka ehf. lægst, eða rúmar 1.864 milljónir króna.

Við yfirferð gagna frá lægstbjóðendum kom í ljós að verkreynsla bjóðenda fullnægði ekki kröfu sem áskilin er í grein 1.8 í útboðslýsingu. Á grundvelli þessa ákvæðis hafnaði Vegagerðin tilboðinu. Í umfjöllun um  framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag segir, að væntanlega verði gengið til samninga við það fyrirtæki sem átti næstlægsta tilboðið. Það var Ístak hf., sem bauð rúmar 2.106 milljónir króna í verkið. Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar var 2.050 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert