„Ekki nýr hrossasjúkdómur“

Borið hefur á því að hross á húsi hafi veikst …
Borið hefur á því að hross á húsi hafi veikst lítillega á síðustu vikum. Hestar að kljást. mbl.is/Eggert

„Það er ekki nýr hrossasjúkdómur í landinu. Það eru enn þá smit landlæg frá því fyrir rúmum áratug og tveimur. Það lítur allt út fyrir að það sé aðeins að ná sér á strik núna,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST.

Borið hefur á því að hross á húsi hafi veikst lítillega á síðustu vikum. Hestar hafi fengið hósta, slím úr nösum og hitasótt. Tilfelli hafa verið staðfest á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi.

Hestamenn eru hvattir til að fylgjast með hestum sínum á húsi. Ef þeir verða mikið veikir og hætta að éta þá þarf að meðhöndla þá en slíkt er óalgengt. Annars ættu hestarnir að komast yfir þetta af sjálfsdáðum. Forðast skal að hafa hestana mikið inni við í smituðu lofti og gagnlegt getur verið að hreinsa hesthús vel til að minnka smitálagið.

Sigríður tekur fram að ekki er útlit fyrir að faraldur brjótist aftur út á landinu eins og gerðist árið 2010. Þau hross sem veikjast núna eru ekki komnir með mótstöðu gegn þessari pest. Þess má geta að árið 2010 var landsmóti hestamanna frestað um eitt ár vegna hestapestarinnar. 

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST.
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST. mbl/Arnþór Birkisson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert