Elsta flughæfa vélin á Íslandi

Erling um borð í litríkri TF-KAU fyrir utan flugskýli 21 …
Erling um borð í litríkri TF-KAU fyrir utan flugskýli 21 í fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Rétt fyrir neðan aðstöðu innanlandsflugsins. Erling, sonur hans, í farþegasætinu. Ljósmyndir/Erling Karl Erlingsson.

Í Múla­koti í Fljóts­hlíð, skammt frá Hvols­velli, geym­ir Erl­ing Jó­hann­es­son gamla flug­vél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/​Ste­arm­an PT-17 Kaydet og ber ein­kenn­is­staf­ina TF-KAU. Þetta er elsta flug­hæfa vél á Íslandi, nærri átta­tíu ára göm­ul.

Fyr­ir rúm­um mánuði var greint frá því hér í blaðinu að tek­ist hefði að staðsetja flak banda­ríska flug­móður­skips­ins USS Wasp í Kór­al­haf­inu. Skip­inu var grandað af japönsk­um kaf­báti haustið 1942 og fórst stór hluti skip­verja, 166 manns, en nokkr­um var bjargað um borð í önn­ur banda­rísk her­skip á svæðinu. Wasp teng­ist ís­lenskri sögu því það var hér við land um tíma á stríðsár­un­um í flota­deild sem gætti kaup­skipa er sigldu um Norður-Atlants­hafið á milli Bret­lands og Banda­ríkj­anna.

Í ág­úst 1941 flutti USS Wasp alls 30 banda­rísk­ar orr­ustuflug­vél­ar af gerðinni P-40 og þrjár æf­inga­flug­vél­ar 33. flugsveit­ar Banda­ríkja­manna til Íslands. Þá voru þeir að taka við her­vernd lands­ins úr hönd­um Breta. Þess­ar flug­vél­ar tóku á loft frá flug­móður­skip­inu und­an Reykja­nesi og lentu á hinum ný­byggða Reykja­vík­ur­flug­velli.

TF-KAU í Múla­koti er ein þess­ara þriggja æf­inga­flug­véla, tvíþekja sér­smíðuð til æf­inga- og kennsluflugs fyr­ir banda­ríska her­inn, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessa merku flug­vél í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka