Gæti verið tilbúin árið 2023

Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig byggingin gæti litið út séð …
Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig byggingin gæti litið út séð frá Bankastræti. Tengigangur verður við Stjórnarráðshúsið. Tölvuteikning/Framkvæmdasýsla ríkisins

Viðbygg­ing­in sem áformað er að byggja við Stjórn­ar­ráðshúsið í miðbæ Reykja­vík­ur gæti verið til­bú­in árið 2023. Stefnt er að því að skóflu­stunga að bygg­ing­unni verði tek­in eft­ir tvö ár.

Þetta seg­ir Guðrún Ingvars­dótt­ir, for­stjóri Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins, sem hef­ur yf­ir­um­sjón með verk­inu. Hún seg­ir að nú sé verið að semja við arki­tekta­stof­una Kurt og Pí um fullnaðar­hönn­un verks­ins. Stof­an fékk fyrstu verðlaun í sam­keppni um viðbygg­ing­una, en samn­ing­ar hafa dreg­ist þar sem fram­kvæmd sam­keppn­inn­ar var kærð til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la. Nefnd­in hef­ur nú úr­sk­urðað að ekk­ert sé í vegi fyr­ir því að semja við arki­tekta­stof­una.

Viðbygg­ing­in verður um 1.200 fer­metr­ar og á að hýsa flest­ar skrif­stof­ur for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, funda­rými og aðstöðu fjöl­miðla. Í tengsl­um við verkið er gert ráð fyr­ir því að end­ur­skoðað verði innra skipu­lag Stjórn­ar­ráðshúss­ins og húsið tengt við viðbygg­ing­una, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert