Veikindi „tabú“ hjá strákum

Arnar Ingi Njarðarson er í einlægu viðtali í helgarútgáfunni.
Arnar Ingi Njarðarson er í einlægu viðtali í helgarútgáfunni. mbl.is/RAX

Arn­ar Ingi Njarðar­son greind­ist með þung­lyndi og fé­lags­fælni sum­arið 2017 og þurfti að leggj­ast inn á geðdeild í ág­úst 2017. Á sama tíma var hann að út­skrif­ast úr fram­halds­skóla, æfði hand­bolta af kappi og hafði landað nýrri vinnu.

Arn­ar seg­ir frá bar­áttu sinni við sjúk­dóm­inn af kjarki og þori í ein­lægu viðtali í sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins, sem út kom í dag.

„Þetta byrjaði þegar loka­próf­in í fram­halds­skóla voru að skella á. Viku fyr­ir próf var bekk­ur­inn kallaður í mynda­töku. Ég sat í mínu sæti og byrjaði að skjálfa og fann að ég var að upp­lifa eitt­hvað sem ég hafði aldrei upp­lifað áður. Skyndi­lega fann ég fyr­ir mikl­um kvíða og fékk það á til­finn­ing­una að ég myndi aldrei kom­ast í gegn­um þessi loka­próf,“ sagði Arn­ar.

Hann hef­ur nú unnið bug á veik­ind­un­um en þegar hann lít­ur yfir far­inn veg tel­ur hann að mik­il­væg­ast sé að segja frá, enda séu and­leg veik­indi „tabú“ hjá strák­um. „Þetta er bara eins og að meiðast; togna aft­an á læri eða vera frá í ein­hverj­um íþrótt­um. Mun­ur­inn er bara sá að þetta snýst ekki um lík­am­lega heilsu,“ sagði Arn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert