Veikindi „tabú“ hjá strákum

Arnar Ingi Njarðarson er í einlægu viðtali í helgarútgáfunni.
Arnar Ingi Njarðarson er í einlægu viðtali í helgarútgáfunni. mbl.is/RAX

Arnar Ingi Njarðarson greindist með þunglyndi og félagsfælni sumarið 2017 og þurfti að leggjast inn á geðdeild í ágúst 2017. Á sama tíma var hann að útskrifast úr framhaldsskóla, æfði handbolta af kappi og hafði landað nýrri vinnu.

Arnar segir frá baráttu sinni við sjúkdóminn af kjarki og þori í einlægu viðtali í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins, sem út kom í dag.

„Þetta byrjaði þegar lokaprófin í framhaldsskóla voru að skella á. Viku fyrir próf var bekkurinn kallaður í myndatöku. Ég sat í mínu sæti og byrjaði að skjálfa og fann að ég var að upplifa eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður. Skyndilega fann ég fyrir miklum kvíða og fékk það á tilfinninguna að ég myndi aldrei komast í gegnum þessi lokapróf,“ sagði Arnar.

Hann hefur nú unnið bug á veikindunum en þegar hann lítur yfir farinn veg telur hann að mikilvægast sé að segja frá, enda séu andleg veikindi „tabú“ hjá strákum. „Þetta er bara eins og að meiðast; togna aftan á læri eða vera frá í einhverjum íþróttum. Munurinn er bara sá að þetta snýst ekki um líkamlega heilsu,“ sagði Arnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert