Er einnota óþarfi?

Með átakinu eru landsmenn hvattir til þess að taka höndum …
Með átakinu eru landsmenn hvattir til þess að taka höndum saman um að hætta notkun á einnota vörum. Umhverfisstofnun

Við eig­um að hætta að nota einnota vör­ur sem óþarfi er að nota og það er ákaf­lega mik­il­vægt að fólk og fyr­ir­tæki end­ur­skoði það hvernig það nýt­ir sér þær. Þetta seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, en Um­hverf­is­stofn­un setti ný­lega af stað átak til að vekja at­hygli á mik­il­vægi þess að draga úr notk­un á einnota plasti.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu, en með átak­inu eru lands­menn hvatt­ir til þess að taka hönd­um sam­an um að hætta notk­un á einnota vör­um þar sem það er mögu­legt.

„Þetta eru hlut­ir sem fylgja okk­ur ef til vill nokk­ur and­ar­tök en geta enst í tugi og hundruð ára sem úr­gang­ur, með af­drifa­rík­um af­leiðing­um fyr­ir líf­ríki og nátt­úru,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Sam­ráðsvett­vang­ur um plast­mál­efni skilaði til­lög­um sín­um um aðgerðir í plast­mál­efn­um til um­hverf­is- og auðlindaráðherra þann 1. nóv­em­ber síðastliðinn. Var þar m.a. kveðið á um að hrundið yrði af stað vit­und­ar­vakn­ingu um of­notk­un á plasti og er átakið liður í því.

Meðal annarra aðgerða sem ráðist hef­ur verið í er frum­varp sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi um bann við af­hend­ingu burðarplast­poka í versl­un­um. Þá verður fljót­lega aug­lýst eft­ir til­nefn­ing­um til nýrr­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir framúrsk­ar­andi plast­laus­ar lausn­ir sem veitt verður í tengsl­um við Plast­laus­an sept­em­ber í haust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert