Fá loks kæli í Vínbúðina

Kælir verður í stækkaðri Vínbúð á Eiðistorgi.
Kælir verður í stækkaðri Vínbúð á Eiðistorgi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Vín­búðin á Eiðis­torgi á Seltjarn­ar­nesi verður stækkuð um­tals­vert á næst­unni. Hef­ur Vín­búðin tryggt sér pláss við hlið nú­ver­andi versl­un­ar og verður það tekið til notk­un­ar síðar á ár­inu.

Tals­verðar breyt­ing­ar hafa verið á nýt­ingu versl­un­ar­pláss á Eiðis­torgi. Nú síðast hvarf Ísland­s­póst­ur á braut og við það losnaði álit­legt pláss. Ferðaskrif­stof­an Mundo tryggði sér það og við það losnaði rými við hlið Vín­búðar­inn­ar. Í því rými var um ára­bil rek­inn sölut­urn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sigrúnu Ósk Sig­urðardótt­ur, aðstoðarfor­stjóra ÁTVR, stækk­ar versl­un Vín­búðar­inn­ar um­tals­vert við þetta. „Heild­arplássið stækk­ar um ca. 100 fer­metra og verður tæp­lega 400 fer­metr­ar eft­ir stækk­un,“ seg­ir Sigrún en hluti af stækk­un­inni fer und­ir versl­un­ar­rými og hluti und­ir lag­err­rými.

Vín­búðin á Eiðis­torgi er að margra mati orðin nokkuð lúin í sam­an­b­urði við þær sem end­ur­nýjaðar hafa verið síðustu ár. Kröfu­h­arðir viðskipta­vin­ir hafa til að mynda kvartað und­an því að ekki er kæl­ir í versl­un­inni eins og víðast ann­ars staðar. Það stend­ur til  bóta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert