Nálgun Bandaríkjamanna hneisa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra út í afstöðu hans gagnvart ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að kynferðisofbeldi verði ekki beitt sem vopni í stríði.

Skömmu áður hafði Guðlaugur Þór kynnt á Alþingi skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál.

Nefndi hún að Bandaríkin hefðu beitt sér gegn orðalagi í ályktuninni sem unnið hefði verið lengi að og að þau hefðu í raun útvatnað hana, m.a. vegna hræðslu við að verið væri að taka undir þungunarrof með einhverjum hætti í ályktuninni.

Guðlaugur Þór svaraði þannig að Ísland hefði í samvinnu við hin Norðurlöndin þegar lýst yfir vonbrigðum með hvernig ályktunin lítur út. Vísaði hann til ræðu sem var haldin þess efnis.

Þorgerður Katrín veitti í framhaldinu sitt annað andsvar og kvaðst fagna afstöðu ráðherra og sagði það hneisu hvernig Bandaríkjamenn nálguðust ályktunina.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert