ASÍ: Þriðji orkupakkinn „feigðarflan“

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið leggst gegn samþykkt þriðja …
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið leggst gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins. mbl.is/Valli

„Það er for­senda fyr­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu lífs­gæða að eign­ar­hald á auðlind­um sé í sam­fé­lags­legri eigu og að við njót­um öll arðs af nýt­ingu auðlind­anna og get­um ráðstafað okk­ar orku sjálf til upp­bygg­ing­ar at­vinnu hér á landi.“

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í um­sögn Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is um þings­álykt­un Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um að þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins verði samþykkt­ur vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um.

„Málið hef­ur verið afar um­deilt meðal þjóðar­inn­ar og kjör­inna full­trúa og verður ekki slitið úr sam­hengi við umræðuna um hvaða grunnstoðir eigi að vera í sam­fé­lags­legri eigu og und­an­skild­ar markaðslög­mál­un­um,“ seg­ir enn­frem­ur í um­sögn­inni sem und­ir­rituð er af Drífu Snæ­dal, for­seta ASÍ. Lögð er áhersla á að raf­orka sé grunnþjón­usta og eigi ekki að mati sam­bands­ins að vera háð markaðsfor­send­um hverju sinni líkt og gert sé ráð fyr­ir sam­kvæmt orkupökk­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Raf­orka á að vera á for­ræði al­menn­ings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarfl­an að staðfesta markaðsvæðing­una og ganga lengra í þá átt. Raf­magn er und­ir­staða til­veru okk­ar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra, sú ábyrgð er of mik­il til að markaður­inn fái að véla með hana enda hef­ur markaðsvæðing grunnstoða yf­ir­leitt ekki bætt þjón­ustu, lækkað verð né bætt stöðu starfs­fólks.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert