Áhrif peninga ein helsta ógn samfélagsins

Um 400 gengu kröfugöngu á Akureyri í dag.
Um 400 gengu kröfugöngu á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

„Heimurinn er þrisvar sinnum ríkari í dag en hann var fyrir tuttugu árum en þessi margföldun auðæfa hafa sannanlega ekki skilað sér í vasa vinnandi fólks. Þvert á móti hafa þeir ratað í vasa ótrúlega fárra einstaklinga sem hafa svo getað breytt leikreglum samfélagsins til að verða enn ríkari,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í ræðu sinni á hátíðarhöldum 1. maí á Akureyri í dag.

Drífa sagði áhrif peninga eina helstu ógn sem samfélagið standi frammi fyrir í dag og að öfl þeirra ríku svst einskis í leit að næsta gróðamöguleika. Það sé því ekki að undra að barátta alþjóðaverkalýðshreyfingarinnar snerist í auknum mælki um velferð, skatta og auðlindir. „Að verja okkar sameiginlegu eignir fyrir ásælni gróðaafla og tryggja að ákvarðanir séu teknar út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra.“

mbl.is/Þorgeir

Þótti Drífu það mikill heiður að fá að ávarpa verkalýðsbaráttufólk á Norðurlandi þar sem baráttan hefði alltaf þrifist vel og verið öðrum innblástur. 

Öflug verkalýðshreyfing beinlínis lífsnauðsynleg

„Við getum verið ákaflega stolt af sigrum okkar í gegnum tíðina, stolt af því fólki sem hefur lagt baráttunni lið og þeirri vissu að öflug verkalýðshreyfing sé beinlínis lífsnauðsynleg,“ sagði Drífa. Svo hefði þó ekki verið á upphafsdögum hreyfingarinnar. Þeir sem fyrstir hafi látið að sér kveða hafi þótt skrýtnir, fyrstu skrefin hafi sannarlega verið þung og kostað miklar fórnir.

Kröfugangan við Hof menningarhús.
Kröfugangan við Hof menningarhús. mbl.is/Þorgeir

„Sú klikkaða og róttæka hugmynd að vinnandi fólk ætti að skipa sér í félög og nýta afl samstöðunnar til að ná betri kjörum hefur verið undirstaða aukinnar lífsgæða. Á upphafsdögum hreyfingarinnar hefur fólk örugglega mátt heyra að atvinnulífið þyldi ekki launahækkanir, jafnvægi væri ógnað, baráttan myndi leiða til verra lífs og þar fram eftir götunum. Við þekkjum þessi viðbrögð allt of vel, þau eru enn notuð.“

„En alveg eins og viðbrögðin eru fyrirsjáanleg eru kröfur okkar líka fyrirsjáanlegar. Það er enn jafn satt í dag og það var fyrir heilli öld að eina leið fólks til að sækja fram um bætt lífskjör er að standa saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka