Katrín fundaði með Corbyn

Katrín tók þátt í vinnufundi smærri ríkja um velsældarhagkerfi í …
Katrín tók þátt í vinnufundi smærri ríkja um velsældarhagkerfi í Edinborg í morgun. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jak­ob­sótt­ir for­sæt­is­ráðherra átti tví­hliða fund með Jeremy Cor­byn, for­manni breska Verka­manna­flokks­ins og leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunn­ar, á breska þing­inu í dag. 

Katrín og Cor­byn ræddu meðal ann­ars um út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, efna­hags­mál, lofts­lags­mál og alþjóðasam­vinnu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins.

Corbyn og Katrín.
Cor­byn og Katrín. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Fund­inn sátu einnig John McDonn­ell, skuggaráðherra fjár­mála, og Em­ily Thorn­berry, skuggaráðherra ut­an­rík­is­mála. Þá tók for­sæt­is­ráðherra þátt í hring­borðsum­ræðum á veg­um hug­veit­unn­ar Fabi­an Society um framtíðaráskor­an­ir í at­vinnu­mál­um, en meðal þátt­tak­enda voru Paul Nowak, fram­kvæmda­stjóri Tra­de Uni­on Congress og Ed Mili­band, þingmaður og fyrr­ver­andi formaður Verka­manna­flokks­ins.

Þar að auki tók Katrín þátt í vinnufundi smærri ríkja um vel­sæld­ar­hag­kerfi í Ed­in­borg í morg­un og fjallaði um mik­il­vægi þess að efla þekk­ingu á vel­sæld og leiðum til að end­ur­móta hag­kerfið svo það mæti þörf­um nýrra tíma. 

„Lofts­lags­vand­inn er eitt skýr­asta merki þess að við þurf­um að end­ur­meta mæli­kv­arða okk­ar í efna­hags­mál­um og sam­fé­lagsþróun. Á tím­um þar sem alþjóðleg sam­vinna á und­ir högg að sækja er mik­il­vægt að smærri ríki leggi sitt af mörk­um við að byggja upp sjálf­bært efna­hags­kerfi.“

Fund­irn­ir eru hluti af dag­skrá for­sæt­is­ráðherra í þriggja daga heim­sókn henn­ar til Bret­lands, en á morg­un fund­ar hún með Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og flyt­ur fyr­ir­lest­ur við London School of Economics.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert