Hafnarmynnið þarf að verja

Herjólfur siglir inn í höfnina á góðum degi. Skipið hefur …
Herjólfur siglir inn í höfnina á góðum degi. Skipið hefur ekki komist þar inn frá því í nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

„Til bjargar Landeyjahöfn er aðeins eitt sem hægt er að gera en það er að verja hafnamynnið fyrir haföldunni. Vandamálið er tvíþætt, í fyrsta lagi sjógangur því hafnarmynnið er fyrir opnu hafi og síðan stanslaus sandburður sem lokar höfninni.“

Þetta segir Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, en hann er reyndasti skipherra Landhelgisgæslunnar. Landeyjahöfn var tekin notkun sumarið 2010. Alveg frá upphafi hafa siglingar gengið erfiðlega og sandburður verið til vandræða. Aldrei fyrr hefur höfnin opnast jafn seint að sumarlagi og á þessu ári. Höfnin lokaðist seinnipartinn í nóvember og fyrst núna, rúmum fimm mánuðum seinna, standa vonir til að hún opni. Halldór bendir á að í kynningargögnum Siglingastofnunar frá 2006 sé reiknað með að ferðir muni falla niður 7 daga á ári.

Hinn 10. október 2011 birti Morgunblaðið viðtal við Halldór B. Nellett. Þar benti hann á að Landeyjahöfn væri á röngum stað og að auki væri hún vitlaust hönnuð. Hann kvaðst hafa árið 2010 sent Siglingastofnun og fleiri hagsmunaaðilum greinargerð um málið. Halldór upplýsir að hann hafi aldrei fengið svar frá stofnuninni. Hins vegar svaraði stofnunin viðtalinu við Halldór í Morgunblaðinu daginn eftir, „þar sem allur minn málflutningur var skotinn í kaf,“ eins og Halldór orðar það. Þess skal getið að Siglingastofnun er ekki lengur til og Vegagerðin hefur tekið yfir mál hafnanna.

Staðarvalið er ráðgáta

„Það er því grátlegt hve illa hefur tekist til með hönnun Landeyjahafnar. Við sitjum uppi með rangt hannaða og hættulega höfn á röngum stað. Úr þessu þýðir víst ekkert að tala um rangt staðarval heldur þurfa menn að einbeita sér að því að fullgera höfnina,“ segir Halldór í viðtali um Landeyjahöfn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert