Byggingarleyfi fellt úr gildi

Blesugróf 12. Útgefið byggingarleyfi var ekki í samræmi við deiliskipulag.
Blesugróf 12. Útgefið byggingarleyfi var ekki í samræmi við deiliskipulag. mbl.is/RAX

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi byggingarleyfi fyrir parhús með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð við Blesugróf 12 í Reykjavík.

Útgefið byggingarleyfi var ekki í samræmi við skilmála deiliskipulags Blesugrófar þar sem byggingin var talin hafa veruleg grenndaráhrif gagnvart nærliggjandi fasteign þeirra sem kærðu málið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Byggingarleyfið var samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur í fyrra og staðfesti borgarráð afgreiðslu byggingarfulltrúa á fundi sínum. Framkvæmdir hófust í janúar á þessu ári. Kærendur héldu því fram að framkvæmdir þær sem samþykktar höfðu verið með byggingarleyfinu hefðu aldrei verið kynntar þeim. Í svari skipulags- og byggingarsviðs sem kærendum barst 14. febrúar 2019 kom fram að hæð fyrirhugaðrar nýbyggingar yrði innan gildandi deiliskipulags. Þegar framkvæmdir byrjuðu og búið hefði verið að koma púða fyrir á lóðinni og slá upp sökklum hefði komið í ljós að framangreind svör hefðu einfaldlega ekki verið rétt, segir í málsástæðum kærenda. Taldi úrskurðarnefndin að ljóst væri að hæð byggingarinnar yrði ekki í samræmi við deiliskipulag og að hún myndi hafa veruleg grenndaráhrif á fasteign kærenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert