Íslendingar hagnast á hnatthlýnun

Í fréttinni segir að hlýnun jarðar hafi valdið umtalsverðu falli …
Í fréttinni segir að hlýnun jarðar hafi valdið umtalsverðu falli í efnahag hlýrri og fátækari landa, en svalari og auðugri lönd hafi hins vegar hagnast. AFP

Ísland er á meðal fárra landa sem hafa hagnast fjárhagslega vegna hnatthlýnunar síðustu áratuga. Þetta kemur fram í rannsókn frá Stanford-háskóla sem birt var í tímariti bandarísku vísindaakademíunnar, PNAS.

Í frétt finnska miðilsins Yle er fjallað um rannsóknina en þar segir að í henni séu hitasveiflur bornar saman við hagvöxt yfir hálfrar aldar tímabil. Kemur m.a. fram að verg landsframleiðsla Íslands hafi vaxið um 92% á árabilinu 1961-2010, og tengist það hlýnun jarðarinnar.

Í fréttinni segir að hlýnun jarðar hafi valdið umtalsverðu falli í efnahag hlýrri og fátækari landa, en svalari og auðugri lönd hafi hins vegar hagnast.

Segir jafnframt að auk Íslands hafi verg landsframleiðsla Finnlands aukist um 48% og verg framleiðsla Noregs um 34%, en íbúar beggja landa megi að hluta til þakka hnattrænni hlýnun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert