Fimmtungur styður Sjálfstæðisflokkinn

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað um rúm tvö prósentustig frá síðustu fylgismælingu MMR og mælist nú 20,2%. Samfylkingin mældist með 14,1% fylgi, sem er nær óbreytt frá síðustu könnun.

Þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um tæplega eitt og hálft prósentustig en fylgi Vinstri grænna og Viðreisnar hækkaði um tæplega eitt og hálft prósentustig frá síðustu mælingu, að því er MMR greinir frá.

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði um um rúm fjögur prósentustig og mældist nú 40,4% en var 44,6% í síðustu mælingu.

  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,1% og mældist 14,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,4% og mældist 12,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 13,4% og mældist 13,3% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,8% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 9,2% og mældist 9,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,2% og mældist 7,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,1% og mældist 5,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,2% og mældist 2,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,4% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd 30. apríl - 3. maí 2019 og var heildarfjöldi svarenda 941 einstaklingur, 18 ára og eldri.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert