„Mjög alvarleg mynd“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir skýrsluna vera mikilvæga viðvörun til …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir skýrsluna vera mikilvæga viðvörun til mannkyns um í hvað stefnir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þarna er dreg­in upp mjög al­var­leg mynd,“ sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is- og auðlindaráðherra um niður­stöður nýrr­ar skýrslu á veg­um Sam­einuðu þjóðanna (SÞ) sem kynnt­ar voru í gær. Þar er greint frá því að vist­kerf­um jarðar hraki nú hraðar en dæmi eru um.

„Þetta er mik­il­væg viðvör­un til mann­kyns um í hvað stefn­ir. Ef fram held­ur sem horf­ir blas­ir við okk­ur hnign­un líf­rík­is­ins og vist­kerf­anna sem við byggj­um af­komu okk­ar á,“ sagði Guðmund­ur Ingi í sam­talivið Morg­un­blaðið. Hann sagði að eyðilegg­ing á búsvæðum fjölda líf­vera og vist­kerf­um ætti stærst­an þátt í þess­ari hnign­un, en bein nýt­ing og lofts­lags­breyt­ing­ar hefðu einnig áhrif og eins meng­un og ágeng­ar fram­andi teg­und­ir.

Guðmund­ur Ingi sagði að tíma­setn­ing skýrsl­unn­ar væri ekki til­vilj­un. Á næsta ári þyrfti að taka ákv­arðanir um mark­mið alþjóðlegs samn­ings um vernd líf­rík­is­ins og líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni til árs­ins 2030. Skýrsl­an væri mik­il­vægt inn­legg í þá umræðu. Norður­lönd­in hafa beitt sér fyr­ir metnaðarfull­um mark­miðum að frum­kvæði Íslend­inga. Álykt­un þess efn­is var samþykkt á fundi nor­rænu um­hverf­is­ráðherr­anna í Reykja­vík í apríl.

„Það er mik­il­vægt að ráðast í aðgerðir þar sem við tryggj­um frek­ari vernd búsvæða og vist­kerfa, sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda og end­ur­heimt fyrri gæða vist­kerf­anna. Þetta er leiðar­stefið sem þarf að hafa í huga þegar við horf­um til mark­miðssetn­ing­ar fyr­ir árið 2030,“ sagði Guðmund­ur Ingi. 

Nán­ar er fjallað um málið i Morg­un­blaðinu i dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert