Vilja breyta þungunarrofsfrumvarpi

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram breytingatillögu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof þess efnis að heimilt verði að framkvæma þungunarrof til loka 20. viku í stað 22. viku.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram breytingatillögu við frumvarpið þess efnis að heimilt verði að framkvæma þungunarrof til loka 18. viku. Frumvarpið hefur verið umdeilt en núgildandi lög miða við 12. viku.

Frumvarpið var lagt fram 22. nóvember og fór fyrsta umræða fram í desember. Önnur umræða fór fram í síðasta mánuði og er gert ráð fyrir að sú þriðja og síðasta fari fram í dag.

Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins.
Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka