Segja samstarf um orkumál nauðsyn

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mikilvægt er fyrir hagsmuni Íslands, atvinnulífsins og fólksins í landinu að halda áfram samstarfinu við ESB um orku- og loftslagsmál með innleiðingu 3. orkupakkans.

Þetta er mat átta formanna ýmissa hagsmunasamtaka sem saman rita grein um þetta málefni sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að EES-samstarfið, sem nú fagnar aldarfjórðungsafmæli, nái ekki til nýtingar auðlinda eins og sjáist af því að Norðmenn ákveði sjálfir hvernig olíu- og gaslindir þeirra séu nýttar og Finnar ákveði hvernig skógar þeirra séu höggnir. Slíkar ákvarðanir séu ekki teknar af ESB og það eigi líka við um nýtingu jarðhita og vatnsafls hér á landi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert