Önnur umræða í næstu viku ekki útilokuð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki að frumvarpið um þriðja orkupakkann verði tilbúið í aðra umræðu í þinginu í næstu viku. mbl.is/​Hari

„Við höf­um auðvitað þegar fengið til okk­ar fjölda gesta og eytt mikl­um tíma í málið. Við erum núna að leggja mat á þær spurn­ing­ar sem hafa vaknað og hvort við höf­um fengið svör­in við þeim,“ seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður og rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún úti­lok­ar ekki að önn­ur umræða um frum­varpið um þriðja orkupakk­ann hefj­ist í þing­inu í næstu viku.

Áslaug er formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar. Ut­an­rík­is­mála­nefnd hef­ur að henn­ar sögn nýtt síðustu daga til að hlusta á sjón­ar­mið fjöl­breytts hóps. Í gær var fundað lung­ann úr deg­in­um og tekið á móti hags­munaaðilum. Þar mættu full­trú­ar allra flokka í nefnd­inni nema Miðflokks.

„Við erum að nýta tím­ann vel. Það hafa verið nefnd­ar­dag­ar síðustu daga. Við höf­um nýtt þá vel og fengið til okk­ar fjölda gesta til að átta okk­ur enn bet­ur á mál­inu og svara spurn­ing­um sem vakna,“ seg­ir Áslaug í sam­tali við mbl.is.

Á mánu­dag­inn á ut­an­rík­is­mála­nefnd fund þar sem staðan verður tek­in í mál­inu. Þar ætti að koma í ljós hvort önn­ur umræða um orkupakk­ann geti haf­ist í vik­unni. Áslaug seg­ir, spurð um hvort svo verði, að í dag taki nefnd­in stöðuna. „Við ræðum það nefnd­in í dag hvernig við höld­um áfram með málið og hver staðan sé. Við eig­um fund á mánu­dags­morg­un. Þar gefst okk­ur rými til þess að klára það sem eft­ir er og svo verður bara að koma í ljós,“ seg­ir Áslaug.

All­ir hefðu haft gott af fund­in­um

Miðflokks­menn voru sem seg­ir hvergi sjá­an­leg­ir á fundi nefnd­ar­inn­ar. Gunn­ar Bragi Sveins­son er full­trúi þeirra í ut­an­rík­is­mála­nefnd. Áslaug tek­ur ekki af­stöðu til þeirr­ar fjar­veru en seg­ir þó að fund­ur­inn hefði verið öll­um holl­ur. „Það hefðu all­ir haft gott af því að hlusta á þá gesti sem komu í gær. Við feng­um sjón­ar­mið frá einka­rekn­um og op­in­ber­um fyr­ir­tækj­um og ýms­um sér­fræðing­um og sam­tök­um,“ seg­ir Áslaug.

Áslaug seg­ir fund­inn hafa verið upp­lýs­andi. „Það var gott að fá álit Bau­den­bacher á efnis­tök­um pakk­ans. Það varpaði betra ljósi á að sú hug­mynd að hafna þessu núna er ekki góð. Það er hægt en það er ör­ygg­is­ventill sem þarf að fara var­lega með. Og það eru eng­ar efn­is­leg­ar ástæður í þriðja orkupakk­an­um fyr­ir okk­ur að nota neit­un­ina núna,“ seg­ir Áslaug. Ann­ars seg­ir hún breyt­ing­ar þær sem fylgja þriðja orkupakk­an­um fyrst og fremst fel­ast í auk­inni neyt­enda­vernd, styrktri sam­keppn­is­stöðu á markaði og að hann auki sjálf­stæði Orku­stofn­un­ar.

Inn­an­flokkságrein­ing­ur minnkað

Áslaug seg­ir þá að inn­an­flokkságrein­ing­inn sem hef­ur verið uppi um orkupakk­ann í Sjálf­stæðis­flokk­in­um hafi lygnt nokkuð. „Við höf­um leit­ast við að út­vega svör við áhyggjurödd­um, af því að við skilj­um þær áhyggj­ur sem hafa verið uppi. Ef hæfa hefði verið í þess­um áhyggj­um þá hefðum við auðvitað haft sömu áhyggj­ur, en svo var ekki, og við höf­um reynt að út­skýra það,“ seg­ir hún.

Álykt­un frá EFTA-ríkj­un­um í sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni um stöðu Íslands inn­an samn­ings­ins er vænt­an­leg í dag. Áslaug þekk­ir efni álykt­un­ar­inn­ar að ein­hverju marki og seg­ir í henni fel­ast árétt­un á sam­eig­in­leg­um þjóðarrétt­ar­leg­um skiln­ingi á sér­stöðu Íslands í orku­mál­um, sem aft­ur felst í því að Ísland er eyja, án teng­ing­ar við aðra raf­orku­markaði. Sá skiln­ing­ur seg­ir Áslaug að liggi þegar fyr­ir á milli eft­ir­lits­mála­stjóra ESB og ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og að með vænt­an­legri álykt­un EFTA sé hann enn frek­ar meitlaður í stein.

Í dag, föstu­dag, á ut­an­rík­is­mála­nefnd fund með Hilm­ari Gunn­laugs­syni, lög­fræðingi og sér­fræðingi í orku­mála­rétti. Svo er fundað aft­ur á mánu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert