Ástarþríhyrningur á fyrsta söguskiltinu af fjórum sem sett er upp í Dalabyggð

Afhjúpun skiltisins (f.v.) Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, Einar …
Afhjúpun skiltisins (f.v.) Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, Einar Kr. Guðfinnsson formaður nýstofnaðs Sturlufélags, Kristján Sturluson sveitarstjóri, Ari Edvald forstjóri Mjólkursamsölunnar, Svavar Gestsson Dalamaður og fyrrum ráðherra og lengst til hægri Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjölmenni var viðstatt sl. sunnudag þegar fyrsta söguskiltið af fjórum í Dalabyggð var afhjúpað. Ástarþríhyrningur Bolla og Kjartans sem kepptu um ástir Guðrúnar Ósvífusdóttir er myndgerður á skilti við afleggjarann að Hjarðarholti.

Dalamaðurinn Svavar Gestsson, fyrrum alþingismaður og sendiherra, hefur haft frumkvæði að gerð og uppsetningu skiltanna. Þau eru unnin hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu en myndir á þeim eru eftir Ingólf Örn Björgvinsson.

Hin skiltin þrjú verða í Hvammssveit við afleggjarann út á Fellsströnd, á Klofningi og í Saurbæ. „Hér er verið að vekja athygli á söguríki Dalanna. Hér er sögusvið Laxdælu þó fyrsta kynslóðin væri landnemar eða flóttamenn frá Noregi. Úr Haukadal héldu Eiríkur rauði og Leifur sonur hans til vesturs og voru útrásarvíkingar síns tíma. Auk Laxdælu eru Dalirnir sögusvið Sturlungu, Eyrbyggju og Njálu svo af nægu er að taka. Þessu munum við gera góð skil í Vínlandssetri í Búðardal sem opnað verður að ári,“ segir Kristján Sturluson sveitarstjóri í Dalabyggð, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert