Alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa í auknum mæli flutt framleiðslu sína til Eþíópíu þar sem vinnuaflið er enn ódýrara en áður hefur þekkst.
Þar nema mánaðarlaun í framleiðslunni tæplega 3.200 íslenskum krónum á mánuði samkvæmt nýrri skýrslu. Meðal þeirra sem framleiða vörur þar í landi eru Calvin Klein, Tommy Hilfiger og H&M.
„Við höfum ekkert að fela þegar kemur að framleiðslunni okkar,“ segir meðal annars í skriflegu svari H&M til Morgunblaðsins, sem fjallar um málið í dag.