Hildur Knútsdóttir hefur verið skipuð formaður stjórnar loftslagssjóðs. Hildur er rithöfundur, hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig miklu varða og er yfirlýstur aðgerðasinni í loftslagsmálum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Rannís mun annast umsýslu loftslagssjóðs sem er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Samkvæmt frumvarpi um breytingar á loftslagslögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður hlutverk sjóðsins að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála. Sjóðurinn á meðal annars að styrkja þróunarstarf og rannsóknir á sviði loftslagsvænnar tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi og verkefni sem lúta að rannsóknum, kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Um 500 milljónum króna verður varið til sjóðsins á fimm ára tímabili.