Framfærsla styrktra doktorsnema hækkuð

Styrkþegar í doktorsnámi í Háskóla Íslands fá „launahækkun“ úr 330.000 …
Styrkþegar í doktorsnámi í Háskóla Íslands fá „launahækkun“ úr 330.000 kr. í 425.000 kr. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mánaðarleg­ur fram­færslu­styrk­ur doktorsnema á styrk hjá doktors­sjóðum Há­skóla Íslands hef­ur hækkað úr 330.000 krón­um á mánuði í 425.000. 30 doktorsnem­ar hlutu styrk í ár af 144 um­sækj­end­um. Þeir fá þenn­an styrk mánaðarlega í ár.

Hækk­un­in er sögð liður í stefnu há­skól­ans að efla um­gjörð doktors­náms. Önnur ný viðbót sem miðar að því sama er að nýj­um styrkj­um fylg­ir nú rekstr­ar­fé við upp­haf styrks­ins upp á 300.000 krón­ur, sem unnt verður að nota við „rekst­ur doktor­s­verk­efn­is­ins“. Hann get­ur verið marg­vís­legs eðlis.

Hækk­un­in kall­ast á við þær breyt­ing­ar sem urðu á kjara­samn­ingi flestra taxt­a­starfs­manna á al­menn­um markaði með lífs­kjara­samn­ingn­um í apríl.

Verk­efn­in sem styrkt eru í ár eru af öll­um stærðum og gerðum en að von­um er alls staðar um að ræða eig­in­legt doktors­nám við Há­skóla Íslands. Styrkir fara til nema á öll­um sviðum há­skól­ans en flest­ir til nema á verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði. 10 nem­ar fá þar styrk. Svo kem­ur hug­vís­inda­svið, með 7 styrkþega. Fæst­ir styrk­ir eru gefn­ir til doktorsnema á menntavís­inda­sviði, nefni­lega aðeins þrír.

Verk­efn­in sem unnið er að eru margs kon­ar. Eitt fjall­ar um kon­ur sem hafna móður­hlut­verk­inu, hið næsta um íþyngj­andi dag­syfju og þar næsta um nor­ræna melan­kól­íu í Artúrs­bók­mennt­um. Og þá er ekki minnst á rit­gerðina sem fjall­ar um raf­efna­fræðilega amm­óní­aks­mynd­un hvataða með málms­úlfíðyf­ir­borðum.

Styrk­irn­ir verða veitt­ir úr sam­einuðum doktors­sjóðum skól­ans og inni í þeim eru stak­ir rót­grón­ir sjóðir eins og Rann­sókn­ar­sjóður HÍ og Há­skóla­sjóður Eim­skipa­fé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka