Fulltrúar samtakanna Orkan okkar afhentu í gær Guðjóni S. Brjánssyni, 1. varaforseti Alþingis, undirskriftir tæplega 14 þúsund kjósenda sem skora á Alþingi að hafna þriðja orkupakkanum svonefnda.
Auk þess er þeim tilmælum beint til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu orkupakkans enda sé Ísland ekki tengt raforkumarkaði ESB.
Seinni umræða um þingsályktunartillöguna um staðfestingu orkupakkans hófst síðdegis í gær og stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Umræðan hófst með því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti álit meirihlutans.