Þúsund flugferðir þingmanna

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert

Tveir þing­menn Vinstri grænna flugu mest allra þing­manna á síðasta ári. Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður VG, flaug inn­an­lands fyr­ir rúm­ar tvær millj­ón­ir en þing­menn fóru alls í tæp­lega 1.000 flug­ferðir á síðasta ári.

RÚV grein­ir frá þessu.

Lilja Raf­ney er þingmaður VG í Norðvest­ur­kjör­dæmi og er með lög­heim­ili á Suður­eyri. 

Þing­menn fóru í tæp­lega 600 inn­an­lands­ferðir. Tæp­lega 80 pró­sent þeirra voru ferðir þing­manna Norðvest­ur- og Norðaust­ur­kjör­dæma milli heim­il­is og þings.

Alls fóru alþing­is­menn í 382 flug­ferðir til út­landa í fyrra vegna vinnu. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður VG og vara­formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, flaug mest, eða fyr­ir rúm­ar 1,2 millj­ón­ir króna.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is og þingmaður VG, er með næst­mest­an kostnað vegna ut­an­lands­flugs, eða 895 þúsund krón­ur. 

Ferðir ráðherra eru ekki inni í töl­un­um, þar sem þeir eru á veg­um ráðuneyt­anna.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert