Ný könnun Zenter fyrir Strætó bs. bendir til að einn af hverjum tuttugu íbúum á höfuðborgarsvæðinu taki strætó daglega. Hefur hlutfallið lítið breyst síðustu ár.
Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir kannanir á ferðavenjum benda til þess að hlutfall fólks sem notar Strætó daglega hafi náð hámarki.
Þá miðað við núverandi aðstæður. Hlutfallið virðist enda stöðugt, að því er fram kemur í umfjöllun ummál þetta í Morgunblaðinun í dag.