Munu framvegis kveðja á annan hátt

Menntaskólinn á Akureyri.
Menntaskólinn á Akureyri. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Útskrift­ar­nem­end­ur við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri munu halda áfram að kveðja skól­ann sinn í lok skóla­göngu, en það verður fram­veg­is með öðrum hætti eft­ir al­var­legt slys sem átti sér stað í svo­kallaðri dimmiter­ingu út­skrift­ar­nema í gær.

Hefð hef­ur verið í skól­an­um að út­skrift­ar­nem­ar ferðist um bæ­inn á skreytt­um vögn­um aft­an í drátt­ar­vél­um, nokkuð sem tíðkast hef­ur víða um land. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu klemmd­ist stúlka þegar vökv­a­knú­inni loku á malar­flutn­inga­vagni var lokað þegar vagn­inn var kyrr­stæður. Lög­regl­an á Norður­landi eystra hef­ur gefið út að óheim­ilt verði að nota slíka vagna í þess­um til­gangi í kjöl­far slyss­ins.

„Nú þarf að halda utan um þá sem eru í áfalli eft­ir þetta hörmu­lega slys,“ seg­ir Jón Már Héðins­son, skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri, í sam­tali við mbl.is. Sam­kvæmt því sem RÚV hef­ur eft­ir lög­reglu var stúlk­an flutt til Reykja­vík­ur með sjúkra­flugi með al­var­lega áverka á and­liti, en þó ekki sögð í lífs­hættu.

Jón Már seg­ir nem­end­ur og starfs­fólk skól­ans slegið, standi þétt sam­an og þakki fyr­ir að stúlk­an sé ekki sögð í lífs­hættu.

„Þetta var mjög al­var­legt slys. En eins og ger­ist í áföll­um þá þjapp­ast fólk sam­an líka. Við feng­um áfallat­eymi Rauða kross­ins til þess að koma og erum með skóla­sál­fræðing sem held­ur bet­ur sann­ar mik­il­vægi sitt á svona erfiðum tím­um. Starfs­fólk skól­ans hef­ur staðið sig vel í þessu, ásamt for­eldr­um og öll­um sem að þessu hafa komið,“ seg­ir Jón Már Héðins­son, skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert