Þurfum að aðlagast loftslagsaðgerðum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir aðlögun að loftslagsbreytingum …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir aðlögun að loftslagsbreytingum krefjast nýs hugsunarháttar. mbl.is/Eggert

Við mun­um þurfa að aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um þrátt fyr­ir mót­vægisaðgerðir,“ sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, í ávarpi sínu við upp­haf ráðstefnu sem lofts­lags­ráð stend­ur fyr­ir um aðlög­un Íslands að lofts­lags­breyt­ing­um.

Sagði Guðmund­ur Ingi slíkt kalla á nýj­an hugs­un­ar­hátt, „rétt eins og of­an­flóðavarn­ir“, og kvað hann gera þurfa grein­ar­mun á mót­vægisaðgerðum og aðlög­un­araðgerðum.

Reyna þurfi að grípa til aðgerða til að auka viðnámsþrótt og nefndi ráðherra þar rann­sókn­ir, vökt­un og fram­kvæmd­ir sem dæmi um aðferðir til að gera slíkt.

„Aðlög­un krefst nýs hugs­un­ar­hátt­ar,“ sagði Guðmund­ur Ingi. „Þetta er ný vídd í skipu­lagi sam­fé­lags­ins sem er kom­in til að vera til langs tíma.“

Sagði ráðherra vinnu við aðlög­un­ar­áætl­un, þeirr­ar fyrstu sem gerð sé fyr­ir Ísland, hafa haf­ist eft­ir að hann tók við embætti. Mik­il­vægt sé að setja í lög hvernig beri að gera þetta og hafi lofts­lags­ráð verið beðið um að veita stjórn­völd­um ráðgjöf um hvernig standa megi að þeirri aðlög­un.

Ekki hægt að bregðast við súrn­un sjáv­ar

„Við erum þó ekki al­veg á byrj­un­ar­reit,“ bætti hann við. Hraða þurfi þó aðgerðum á þeim sviðum þar sem þegar liggi fyr­ir hvað gera þurfi, þar sem slíkt leggi grunn­inn að frek­ari for­vörn­um.

„Við þurf­um þó að gera okk­ur grein fyr­ir því að aðlög­un að lofts­lags­vánni eru tak­mörk sett,“ sagði Guðmund­ur Ingi. Ekki sé hægt að bregðast við öllu og súrn­un sjáv­ar sé eitt skýr­asta dæmið um slíkt.

„Þegar við erum að grípa til mót­vægisaðgerða þá þurf­um við hins veg­ar að huga að því hvernig sam­legðaráhrif­um mis­mun­andi um­hverf­is­mála er hægt að ná fram,“ sagði ráðherra og nefndi sem dæmi þegar seyra sé nýtt til áburðar. „Þá erum við að vinna í anda hrings­rás­ar hag­kerf­is að fleiri en einu máli í einu og við þurf­um að horfa til teng­ing­anna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert