Enginn á vakt á um 200 km kafla

Björgunarsveitarfólk á vettvangi slyss í gær.
Björgunarsveitarfólk á vettvangi slyss í gær. Ljósmynd/Aðsend

Gunnar Sigurjónsson, bóndi á Litla-Hofi í Öræfum, gagnrýnir að á milli Hafnar í Hornafirði og Kirkjubæjarklausturs sé enginn sjúkramenntaður á vakt til að bregðast við slysum eins og því er varð þegar þegar rúta fór út af á Suðurlandsvegi í gær. Gunnar er í björgunarsveitinni Kára og var með þeim fyrstu sem komu á vettvang slyssins í gær. 

Gunnar segist í samtali við mbl.is hafa haldið uppi sömu gagnrýni eftir Núpsvatnaslysið sem átti sér stað á annan í jólum. 

Mokuðu fólk undan með handafli

Frá því var sagt á mbl.is í gær að bændur hefðu mætt með landbúnaðartæki á vettvang til að lyfta rútunni ofan af fólkinu. Hið rétta er þó að verkið var að mestu leyti unnið með handafli. Tveir farþegar voru að Gunnars sögn fastir undir gluggapóstum og þar sem klippur voru á leiðinni var brugðið á það ráð að reyna að grafa fólkið undan rútunni með handafli. Það tókst og var fólkið að komast undan rútunni í þann mund sem mætt var með klippur á staðinn. 

Enn á gjörgæslu

Í samtali við mbl.is nú í kvöld staðfesti Stefán Hrafn Hagalín, upplýsingafulltrúi Landspítala, að þeir þrír sem hefðu verið fluttir á gjörgæslu eftir slysið séu þar enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert