Helga Vala vill breyta siðareglum

Helga Vala Helgadóttir segir þurfa breytingar á siðareglum Alþingis.
Helga Vala Helgadóttir segir þurfa breytingar á siðareglum Alþingis. mbl.is/Hari

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tel­ur að koma þurfi mál­um siðanefnd­ar Alþing­is í nýj­an far­veg. Hún vill stíga var­lega til jarðar í þeim efn­um en seg­ir þó breyt­inga þörf. Hún er ósam­mála ný­leg­um fyrsta úr­sk­urði siðanefnd­ar, sem dæmdi taldi um­mæli Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata, um Ásmund Friðriks­son, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, brot á siðaregl­um. 

Helga Vala er formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is. Hún ræddi málið við mbl.is.

Helga seg­ir siðaregl­ur Alþing­is klúðurs­legt mál frá upp­hafi til enda. Hún seg­ir vand­ann hafa haf­ist þegar siðaregl­ur þings­ins voru sett­ar árið 2015 og breyt­ing­ar voru gerðar á þeim sem lutu að aukn­um af­skipt­um hinn­ar póli­tísku for­sæt­is­nefnd­ar í ferl­inu, sem hefst þegar eitt­hvað er kært til siðanefnd­ar.

Helga seg­ir að all­ar göt­ur síðan hafi aðkoma for­sæt­is­nefnd­ar að mál­efn­um siðanefnd­ar verið ágalli á kerf­inu í heild.

Helga tal­ar um að hugs­an­lega sé gott að fara „ÖSE-leiðina“, sem fæl­ist þá í að fela Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu að aðstoða Alþingi við að setja sér siðaregl­ur og fram­fylgja þeim. „Þegar hafa 12 ríki farið þá leið. Við erum kannski bara kom­in þangað. Við verðum bara að vanda okk­ur meira. Traust á Alþingi sem stofn­un er jafn­lítið og í hrun­inu,“ seg­ir Helga.

um­mæli Þór­hild­ar Sunnu vera til marks um að um­bæt­ur þurfi að gera á ferl­inu. „Þar er ég líka per­sónu­lega bein­lín­is ósam­mála niður­stöðunni. Það er rosa­lega skrítið að fyrsti úr­sk­urður siðanefnd­ar varði mann­eskju sem er ein­mitt að benda á brot á siðaregl­um,“ seg­ir Helga. Hún seg­ir siðanefnd­ina þar beita mjög þröngri túlk­un á regl­un­um.

„Svo er þetta bara spurn­ing um hvaða leið við för­um. „Ætlar for­sæt­is­nefnd sjálf að gera þetta, skipa nefnd inn­an þings til þess eða fá ut­anaðkom­andi aðila til þess að gera þetta?“ spyr Helga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert