Helga Vala vill breyta siðareglum

Helga Vala Helgadóttir segir þurfa breytingar á siðareglum Alþingis.
Helga Vala Helgadóttir segir þurfa breytingar á siðareglum Alþingis. mbl.is/Hari

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að koma þurfi málum siðanefndar Alþingis í nýjan farveg. Hún vill stíga varlega til jarðar í þeim efnum en segir þó breytinga þörf. Hún er ósammála nýlegum fyrsta úrskurði siðanefndar, sem dæmdi taldi ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, brot á siðareglum. 

Helga Vala er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún ræddi málið við mbl.is.

Helga segir siðareglur Alþingis klúðurslegt mál frá upphafi til enda. Hún segir vandann hafa hafist þegar siðareglur þingsins voru settar árið 2015 og breytingar voru gerðar á þeim sem lutu að auknum afskiptum hinnar pólitísku forsætisnefndar í ferlinu, sem hefst þegar eitthvað er kært til siðanefndar.

Helga segir að allar götur síðan hafi aðkoma forsætisnefndar að málefnum siðanefndar verið ágalli á kerfinu í heild.

Helga talar um að hugsanlega sé gott að fara „ÖSE-leiðina“, sem fælist þá í að fela Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að aðstoða Alþingi við að setja sér siðareglur og framfylgja þeim. „Þegar hafa 12 ríki farið þá leið. Við erum kannski bara komin þangað. Við verðum bara að vanda okkur meira. Traust á Alþingi sem stofnun er jafnlítið og í hruninu,“ segir Helga.

ummæli Þórhildar Sunnu vera til marks um að umbætur þurfi að gera á ferlinu. „Þar er ég líka persónulega beinlínis ósammála niðurstöðunni. Það er rosalega skrítið að fyrsti úrskurður siðanefndar varði manneskju sem er einmitt að benda á brot á siðareglum,“ segir Helga. Hún segir siðanefndina þar beita mjög þröngri túlkun á reglunum.

„Svo er þetta bara spurning um hvaða leið við förum. „Ætlar forsætisnefnd sjálf að gera þetta, skipa nefnd innan þings til þess eða fá utanaðkomandi aðila til þess að gera þetta?“ spyr Helga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert