Losun frá flugi og iðnaði eykst áfram

Heildarlosun íslenskra flugfélaga, innan EES-landa, var 820.369 tonn koltvísýringsígildi í …
Heildarlosun íslenskra flugfélaga, innan EES-landa, var 820.369 tonn koltvísýringsígildi í fyrra. AFP

Raun­los­un ís­lenskra flugrek­enda og los­un frá ís­lensk­um iðnaði hélt áfram að aukast í fyrra. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar sem seg­ir fjóra af fimm ís­lensk­um flugrek­end­um hafa gert upp heim­ild­ir sín­ar. Fimmta flug­fé­lagið, sem er WOW air, skilaði los­un­ar­skýrslu, en gerði ekki upp los­un sína í tæka tíð. Líkt og kunn­ugt er varð flug­fé­lagið gjaldþrota í mars á þessu ári.

Heild­ar­los­un í flugi sem fell­ur und­ir kerfið var 820.369 tonn kolt­ví­sýr­ingsí­gilda í fyrra en árið 2017 var hún 813.745 tonn, sem jafn­gild­ir 0,8% aukn­ingu los­un­ar milli ára. Upp­gerðar los­un­ar­heim­ild­ir í flugi voru öllu minni, eða 542.244 tonn kolt­ví­sýr­ingsí­gilda.

Þess­ar töl­ur taka þó ekki til heild­ar­los­un­ar flugrek­enda, held­ur ein­göngu til los­un­ar inn­an EES-svæðis­ins og er því Am­er­íkuflug til að mynda ekki inn­an gild­is­sviðs kerf­is­ins.

Kort/​Um­hverf­is­stofn­un

Los­un í iðnaði jókst um 1,26% milli ára

Sjö rekstr­araðilar iðnaðar hafa einnig gert upp los­un­ar­heim­ild­ir sín­ar og jókst los­un í iðnaði um 1,26% milli ára. Fór hún úr 1.831.667 tonn­um af kolt­ví­sýr­ingi árið 2017 í 1.854.715 tonn af kolt­ví­sýr­ingi í fyrra.

Fjöldi rekstr­araðila hélst óbreytt­ur milli ára, þar sem kís­il­ver United Silicon var ekki með los­un í fyrra, en þá hóf kís­il­ver PCC á Bakka starf­semi sína.

Viðskipta­kerfi ESB með los­un­ar­heim­ild­ir gróður­húsaloft­teg­unda er al­mennt nefnt ETS (e. Em­issi­on Tra­ding System) og gegn­ir lyk­il­hlut­verki í aðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Kerfið nær utan um 45% af los­un gróður­húsaloft­teg­unda inn­an ESB og hef­ur það mark­mið að árið 2020 verði los­un í þeim geir­um sem falla und­ir kerfið 21% lægri en hún var árið 2005, og 43% lægri árið 2030.

Kort/​Um­hverf­is­stofn­un
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert