Leiðrétti launakjör hjúkrunarfræðinga strax

Hjúkrunarfræðingar á vakt. Mynd úr safni.
Hjúkrunarfræðingar á vakt. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Aðal­fund­ur Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga skor­ar á ís­lensk stjórn­völd og aðra viðsemj­end­ur hjúkr­un­ar­fræðinga að leiðrétta taf­ar­laust launa­kjör hjúkr­un­ar­fræðinga.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem fé­lagið sendi frá sér, en aðal­fund­ur þess var hald­inn 16. maí sl.

Þar ályktuðu fund­ar­menn að stjórn­völd og aðrir viðsemj­end­ur hjúkr­un­ar­fræðinga þurfi „að bregðast fljótt við vanda ís­lenska heil­brigðis­kerf­is­ins vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræðing­um. Því þarf að ljúka sem fyrst við gerð nýs kjara­samn­ings sem leiðir til bættra launa­kjara, breyt­ing­um á vinnu­tíma og bættu starfs­um­hverfi með ör­yggi og vellíðan hjúkr­un­ar­fræðinga og sjúk­linga að leiðarljósi,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Greiða þurfi hjúkr­un­ar­fræðing­um laun í sam­ræmi við mennt­un og ábyrgð.

Þá var lýst yfir full­um stuðningi við samn­inga­nefnd fé­lags­ins í yf­ir­stand­andi kjara­samn­ingaviðræðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert