Riftun á lífskjarasamningi komi til greina

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, seg­ir að til greina komi að rifta ný­und­ir­rituðum lífs­kjara­samn­ingi, bregðist Sam­tök at­vinnu­lífs­ins ekki við með viðeig­andi hætti. Þetta kom fram í máli Sól­veig­ar í kvöld­frétt­um RÚV.

Greint var frá því fyrr í dag að Efl­ing hef­ur kraf­ist fund­ar með fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara vegna vanefnda á ný­und­ir­rituðum kjara­samn­ingi. Óskað er eft­ir að fund­ur­inn fari fram eft­ir viku, 28. maí kl. 13. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Málið kem­ur til vegna hópupp­sagn­ar hót­el­stjór­ans Árna Vals Sólons­son­ar á launa­kjör­um starfs­fólks síns um­svifa­laust eft­ir samþykkt kjara­samn­ing­anna. Seg­ir í upp­sagn­ar­bréf­inu að þetta sé „til að lækka launa­kostnað“ vegna „vænt­an­legs kostnaðar­auka“.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa sent bréf til Efl­ing­ar þar sem þau þver­neita að þetta séu und­an­brögð vegna launa­hækk­ana í kjara­samn­ing­in­um. Eng­in skýr­ing er gef­in á þeim orðum upp­sagn­ar­bréfs­ins, sem starfs­mönn­um var skipað að skrifa und­ir á staðnum, að „vænt­an­leg­ur kostnaðar­auki“ væri ástæða upp­sagn­anna.

Sól­veig Anna sagði í kvöld­frétt­um RÚV að SA verði að láta sína fé­lags­menn vita af því að fram­koma, líkt og fé­lags­mönn­um Efl­ing­ar hafi verið sýnd, sé með öllu ólíðandi og tryggja að það sé hægt fyr­ir Efl­ingu sem samn­ingsaðila að geta treyst því að orð standi. Ann­ars verði fátt annað í stöðunni en að rifta samn­ingn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert