Umræða um orkupakkann aftur hafin

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokks og flokksbræður hans hafa farið í …
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokks og flokksbræður hans hafa farið í pontu með tæpar 300 ræður eða andsvör um orkupakkann á síðustu dögum á þinginu. mb.is/Kristinn Magnússon

Önnur umræða um þriðja orkupakkann er aftur hafin á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í málþófi síðustu þingfundi, að sögn stuðningsmanna pakkans. Umræðan gæti staðið fram á kvöld og jafnvel nótt.

Í gærkvöldi stóð þingfundur til hálfsex um morgun. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins, andstæðingar orkupakkans, segja mál eftir órædd. Stuðningsmenn eru ósammála.

Andstæðingar orkupakkans eru nánast einir á mælendaskrá. Við ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokks, voru til dæmis fjögur andsvör skráð. 

Þingfundur hófst klukkan 13.30. Störf þingsins voru fyrst á dagskrá, svo kosning í stjórn Náttúruhamfaratrygginga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakkann.

16 mál eru á dagskrá fundarins í dag á eftir orkupakkanum en tvísýnt er um hvort til umræðu um þau komi vegna málþófs í umræðu um orkupakkann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert