Bára braut af sér

Bára Halldórsdóttir.
Bára Halldórsdóttir. mbl.is/Eggert

Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í dag að Bára Halldórsdóttir hefði brotið af sér þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á Klaustri í lok nóvember á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt.

Bára afhenti fjölmiðlum upptökurnar en greint var frá niðurstöðu Persónuverndar á vef Viljans. Úrskurðurinn verður ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en á morgun.

Klaust­urs­málið hef­ur verið til um­fjöll­un­ar Per­sónu­vernd­ar síðan um miðjan des­em­ber. Lögmaður þingmanna Miðflokksins krafðist þess að rannsakaði yrði hver hefði staðið að upptökum á samtali þingmannanna á Klaustri.

Málið tafðist eftir að þingmennirnir fóru með það fyr­ir héraðsdóm og síðar Lands­rétt, þar sem kröf­um þeirra var hafnað.

Stjórn Persónuverndar hafnaði beiðni lögmanns þingmannanna í síðasta mánuði þar sem óskað var eftir því að fá frekari upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru, símtöl og smáskilaboð.

Í úr­sk­urðinum kom fram að Per­sónu­vernd telji sig ekki hafa heim­ild til öfl­un­ar upp­lýs­inga frá fjar­skipta- og fjár­mála­fyr­ir­tækj­um vegna máls sem varði fyr­ir­tæk­in ekki, held­ur Báru.

Einnig tel­ur stjórn Per­sónu­vernd­ar að at­vik máls­ins verði tal­in nægi­lega upp­lýst til að Per­sónu­vernd geti kom­ist að efn­is­legri úr­lausn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert