Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu

Myndin af urðunarsvæðinu sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndin af urðunarsvæðinu sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Skjáskot/Rakel Steinarsdóttir

„Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greini­legt að þarna erum við með opna hauga,“ seg­ir Tryggvi Felix­son, formaður Land­vernd­ar, sem gerði sér í dag ferð að urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um til að kynna sér aðstæður í kjöl­far mynda sem dreift var á sam­fé­lags­miðlum í vik­unni. Ljóst sé þó að vilji sé hjá stjórn­end­um til að bregðast við.

„Okk­ur var svo­lítið brugðið í gær þegar við sáum þess­ar mynd­ir sem mbl.is sýndi og sem voru í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum,“ sagði Tryggvi í sam­tali við mbl.is og kvað ástæðuna ekki síst liggja í þeirri áherslu Land­vernd­ar að koma eigi í veg fyr­ir plast­meng­un í um­hverfi. „Það er því nátt­úru­lega slæmt ef fyr­ir­tæki í op­in­berri eigu eiga rík­an þátt í því að koma plasti í um­hverfið. Þess vegna fannst okk­ur fannst mik­il­vægt að bregðast við þess­um frétt­um.“

Tryggvi fékk fullt aðgengi að urðun­ar­stöðinni, sem ann­ars er lokuð al­menn­ingi. Hann seg­ir virðing­ar­vert að Krist­inn Jónas­son, stjórn­ar­formaður og bæj­ar­stjóri Snæ­fells­nes­bæj­ar, Gunn­laug­ur Auðunn Júlí­us­son sveita­stjóri Borg­ar­byggðar og Hrefna B. Jóns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri urðun­ar­stöðvar­inn­ar, hafi tekið þar á móti sér. „Það vantaði ekki að menn tóku þessu vel og hafa skiln­ing á því að Land­vernd sem stór um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök þurfa að bregðast við.“

Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir að finna þurfi lausnir á …
Tryggvi Felix­son, formaður Land­vernd­ar, seg­ir að finna þurfi lausn­ir á sorp­hirðu og urðun til langs tíma.

Hægt að gera ým­is­legt til að bæta ástandið

„Ég notaði líka tæki­færið til að heim­sækja einn ná­granna urðun­ar­stöðvar­inn­ar sem lýsti því hvernig málið blas­ir við frá sjón­ar­hóli ná­granna,“ seg­ir Tryggvi. „Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greini­legt að þarna erum við með opna hauga. Það er skil­yrði sem við búum við og þetta er kerf­is­læg­ur vandi, sem ekki er hægt að segja að sé sök þeirra sem reka þenn­an stað.“

Fram kom í sam­tali mbl.is við fram­kvæmda­stjóra urðun­ar­stöðvar­inn­ar í fyrra­dag að stöðin vinni í sam­ræmi við lög um meðhöndl­un úr­gangs nr. 55/​​​2003 og seg­ir Tryggvi, þetta vera lög­gjöf­ina og um­búnaður­inn sem þess­um mál­um sé búið á Íslandi.

„Það er hins veg­ar al­veg aug­ljóst að það þarf að gera bet­ur í því fyr­ir framtíðina, ekki síst ef við ætl­um að ná mark­miðum sem við höf­um sett í sam­starfi okk­ar við Evr­ópu­sam­bandið.“

Tryggvi kveðst engu að síður telja að ým­is­legt sé hægt að gera til að bæta ástandið. „Ég var upp­lýst­ur um hvað er gert nú þegar og það er ým­is­legt.“ Þannig hafi til að mynda flokk­ar verið á ferðinni í gær að tína upp rusl fyr­ir utan og því hafi ekk­ert rusl verið sýni­legt þar sem hann fór um. „Það er líka áhugi á að gera betr­um­bæt­ur inni á svæðinu til að draga úr þess­um óþæg­ind­um.“

Ekki hag­kvæm lausn á sorp­hirðu al­mennt

Góður vilji og þekk­ing virðist því vera til að bregðast við. Seg­ir Tryggvi Land­vernd lík­lega munu bæta nokkr­um ábend­ingu við til fyr­ir­tæk­is­ins sem rek­ur sorp­mót­tök­una. „Við mun­um ræða það bet­ur á næst­unni. Það eru nokk­ur atriði sem hafa komið upp í þess­ari skoðun sem þarf að koma á í framtíðinni,“ seg­ir hann.

Tryggvi seg­ir vissu­lega þurfa að leysa þessi aðkallandi vanda­mál, mik­il­væg­ast sé þó að horfa til langs tíma. Nefn­ir hann sem dæmi að ólík­ar regl­ur gildi hjá sveit­ar­fé­lög­um og eins séu fyr­ir­tæk­in sem sinni sorp­hirðu og urðun mörg. „Þetta er lík­lega ekki hag­kvæm lausn sem við höf­um fundið á sorp­hirðu al­mennt,“ seg­ir hann og kveðst vita til þess að um­hverf­is­ráðuneytið sé með þessi mál til skoðunar.

„Slík­ar breyt­ing­ar taka tíma og við höf­um skiln­ing á því, en fyrsta skrefið er alla vegna að koma með hug­mynd­ina á borðið. Til lengri tíma litið þá get­um við hins veg­ar ekki verið að grafa svona stór­an hluta af ís­lensku sorpi niður í jörðina. Þetta eru verðmæti og við eig­um að vera með þetta í hringrás í miklu meira mæli.“

Stóra málið sé að finna lausn sem færi þessi mál í betri far­veg til lengri tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert