„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka vexti í 4% úr 4,5%, en nefndin segir nýgerðan lífskjarasamning eina helstu forsendu lækkunarinnar.

„Þetta kannski svona endurspeglar þá hugmyndafræði sem við lögðum upp með við gerð þessa lífskjarasamnings sem var að finna leiðir til þess að auka ráðstöfunartekjur okkar fólks með margvíslegum hætti og klárlega var þetta ein af þeim leiðum sem við horfðum mjög mikið til,“ segir Vilhjálmur enn fremur.

Fjórum dögum áður en lífskjarasamningurinn var undirritaður hafi verið fundað með peningastefnunefnd Seðlabankans til þess að fá einhverja ráðgjöf eða leiðbeiningar um það hvað þyrfti að gerast til þess að vextir gætu lækkað. Mikilvægt hafi þótt að fá mat nefndarinnar á stöðunni.

„Þetta er niðurstaðan núna og við erum ánægð með hana.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert