„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Ragnar Axelsson

„Get­ur verið að þing­menn í öll­um flokk­um telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir um­fjöll­un mbl.is fyr­ir viku hvar greint var frá því að ut­an­rík­is­ráðuneytið og Evr­ópu­sam­bandið væru sam­mála um að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið frá 2009 hefði ekki verið dreg­in til baka eins og haldið var fram á sín­um tíma.

Fram kom í um­fjöll­un mbl.is að þegar ríki sækti um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið yrði það „app­licant coun­try“ en væri um­sókn­in samþykkt af ráðherr­aráði sam­bands­ins yrði landið „candi­da­te coun­try“. Í bréfi sem sent var Evr­ópu­sam­band­inu af þáver­andi rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins árið 2015, og sagt var fela í sér að um­sókn­in hefði verið dreg­in til baka, kom hins veg­ar aðeins fram að Íslandi væri ekki leng­ur „candi­da­te coun­try“ sem breytti þar með engu um um­sókn­ina sem slíka.

Styrm­ir seg­ir að annað hvort hafi ráðherr­ar í rík­is­stjórn­inni blekkt ís­lensku þjóðina varðandi bréfið „eða ekki vitað bet­ur og hafi þá vænt­an­lega sjálf­ir verið blekkt­ir af sín­um emb­ætt­is­mönn­um. Auðvitað er ekki hægt að úti­loka að ís­lenzk­ir emb­ætt­is­menn hafi ekki vitað bet­ur sjálf­ir, en þá er staðan á ís­lenzka stjórn­kerf­inu enn verri en talið hef­ur verið.“ Lít­il sem eng­in viðbrögð hafi komið frá alþing­is­mönn­um vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert