Fámennt var í þingsal Alþingishússins þegar ljósmyndari mbl.is kíkti við fyrir skemmstu. Þar stendur önnur umræða um þriðja orkupakkann enn yfir, en þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi um málið undanfarnar vikur.
Þingfundur hófst klukkan 15 og er þinghald viku á eftir áætlun.
Á mælendaskrá eru aðallega þingmenn Miðflokksins, þar á meðal Þorsteinn Sæmundsson með sína 32. ræðu í umræðunni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með sína 34. ræðu.
Eini þingmaðurinn á mælendaskrá sem ekki er í Miðflokknum er Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hyggst hann halda sína þriðju ræðu í annarri umræðu um málið umdeilda.