„Væntanlega lengra þing“

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Málþóf Miðflokks­manna vegna þriðja orkupakka var á meðal þess sem rætt var á fundi for­seta Alþing­is með for­mönn­um þing­flokka í morg­un. Þetta staðfestu þing­flokks­for­menn­irn­ir Birg­ir Ármanns­son í Sjálf­stæðis­flokki og Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir í Vinstri-Græn­um í sam­tali við mbl.is.

„Sú afstaða for­seta, og ým­issa þing­flokks­formanna, að það væri mál að linni, kom fram. Miðflokks­menn virðast telja sig þurfa að koma ein­hverj­um fleiri sjón­ar­miðum að. Það urðu eng­ar breyt­ing­ar á stöðu mála. Við ger­um bara ráð fyr­ir því að orkupakka­mál­in verði tek­in fyr­ir síðar í dag, eins og dag­skrá ger­ir ráð fyr­ir, og svo sjá­um við til,“ seg­ir Birg­ir um stöðuna í umræðum um þriðja orkupakk­ann. Spurður hvort þing­heim­ur sé orðinn þreytt­ur á málþófi Miðflokks­manna svar­ar Birg­ir að það megi segja að meiri­hluti þing­manna telji að umræðan hafi verið tæmd fyr­ir löngu síðan. „Miðflokks­menn eru auðvitað annarr­ar skoðunar,“ seg­ir Birg­ir og bæt­ir við: „Eins og staðan er núna þá þurfa menn bara aðeins að sjá hvernig dag­ur­inn og næstu dag­ar þró­ast og þá er hægt að taka af­stöðu til fram­halds­ins.“

Á ekki von á að úr leys­ist fljót­lega

„For­seti ræddi auðvitað stöðuna eins og hún er, og hvernig hún horf­ir við. Við horf­um vænt­an­lega á lengra þing nema það leys­ist úr mjög fljót­lega,“ seg­ir Bjarkey Ol­sen um fund­inn í morg­un, en áætluð þinglok eru 5.júní nk. 

Spurð hvort eitt­hvað út­lit sé fyr­ir að úr stöðunni leys­ist á næst­unni seg­ir Bjarkey að á fund­in­um hafi það ekki verið rætt til hlít­ar, en hún eigi allt eins von á því að Miðflokks­menn „haldi áfram upp­tekn­um hætti.“

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert