Fyrirvararnir hindra ekki málsókn

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. mbl.is

Fyr­ir­var­ar sem stjórn­völd hyggj­ast gera ein­hliða vegna fyr­ir­hugaðrar inn­leiðing­ar þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins hér á landi í gegn­um EES-samn­ing­inn munu enga þýðingu hafa komi til þess að fjár­fest­ar vilji leggja sæ­streng á milli Íslands og Evr­ópu.

Þetta seg­ir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, á Face­book-síðu sinni. Þar seg­ir hann að reyni ís­lenska ríkið að standa í vegi fyr­ir því að sæ­streng­ur verði lagður munu verða höfðað samn­ings­brota­mál gegn rík­inu sem það muni tapa þar sem orka sé skil­greind sem vara sam­kvæmt EES-samn­ingn­um, en svo­nefnt fjór­frelsi samn­ings­ins ger­ir meðal ann­ars ráð fyr­ir frjálsu flæði á vör­um inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

„Fyr­ir­var­ar Alþing­is munu engu skipta þegar búið verður að fjár­magna þenn­an sæ­streng (hvort sem það verður inn­lent eða er­lent fyr­ir­tæki sem ger­ir það). Ástæðan er sú að ef ís­lenska ríkið reyn­ir þá enn að standa í vegi fyr­ir því að streng­ur­inn verði lagður mun verða höfðað samn­ings­brota­mál gegn Íslandi. Íslenska ríkið mun aug­ljós­lega tapa því máli þar sem orka er vara, sbr. fjór­frels­isákvæðið um frjálst flæði á vör­um,“ seg­ir Arn­ar Þór.

„Slík staða gæti reynst Íslandi erfið“

Þetta sé eitt­hvað sem þurft hefði að ræða heiðarlega og ít­ar­leg­ar á fyrri stig­um máls­ins, að mati Arn­ars Þórs, og í fram­hald­inu efn­is­lega kosti og galla þess að senda ís­lenska raf­orku til annarra landa. Komið er inn á sama atriði í álits­gerð Stef­áns Más Stef­áns­son­ar, pró­fess­ors við laga­deild Há­skóla Íslands, og Friðriks Árna Friðriks­son­ar Hirst lands­rétt­ar­lög­manns sem þeir unnu fyrr á ár­inu um þriðja orkupakk­ann að beiðni ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Þar kem­ur fram að þrátt fyr­ir það álit þeirra Stef­áns og Friðriks að þriðji orkupakk­inn feli ekki í sér skyldu til þess að koma á fót raf­orku­teng­ingu yfir landa­mæri kæmi það ekki í veg fyr­ir mögu­lega mál­sókn ís­lenska rík­inu: „Ekki má þó gleyma að hafni Orku­stofn­un um­sókn fyr­ir­tæk­is þar að lút­andi gæti fyr­ir­tækið snúið sér til ESA með kæru sem gæti endað með samn­ings­brota­máli gegn Íslandi. Slík staða gæti reynst Íslandi erfið.“

Þeir Friðrik og Stefán bentu á það á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is 6. maí að lög­fræðilega rétta leiðin í mál­inu í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn, einkum vegna vafa um það hvort þriðji orkupakk­inn stand­ist stjórn­ar­skrána, væri að Alþingi aflétti ekki stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af þriðja orkupakk­an­um. Þar með yrði málið sent aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar þar sem hægt væri að óska eft­ir form­leg­um und­anþágum frá lög­gjöf­inni.

Friðrik hef­ur enn­frem­ur bent á það áður í sam­tali við mbl.is að sá mögu­leiki sé fyr­ir hendi að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfðuðu skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu ef þeir teldu að ís­lensk lands­lög tryggðu þeim ekki þann rétt sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka